20.01.2017
Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í Menningarhúsinu Hofi síðastliðin miðvikudag. Íþróttafólk Skautafélags Akureyrar árið 2016, þau Emilía Rós Ómarsdóttir og Andri Már Mikaelsson, urðu bæði í fjórða sæti í kjörinu fyrir íþróttakarl og íþróttakonu Akureyrar. Skautafélagið á flesta Íslandsmeistara og landsliðsfólk akureyrskra íþróttafélaga.
19.01.2017
U-20 lið Íslands í íshokkí vann Taíwan 7-2 í síðasta leik riðlekeppninnar á HM í Nýja-Sjálandi. Ísland náði með sigrinum öðru sæti riðilsins og spilar við Tyrkland í undanúrslitum á morgun.
18.01.2017
U-20 lið Íslands í íshokkí tapaði fyrir Kína í öðrum leik sínum á HM í Nýja-Sjálandi. Kína skoraði 4 mörk gegn einu marki Íslands en leikurinn var mjög jafn og spennandi. Edmunds Induss skoraði eina mark Íslands en Gunnar Aðalgeir Arason var valinn besti maður íslenska liðsins í leiknum.
16.01.2017
U-20 lið Íslands í íshokkí sigraði Ísrael í nótt 3-0 í fyrsta leik sínum á Heimsmeistaramótinu í Nýja-Sjálandi. Hjalti Jóhannsson, Hafþór Andri Sigurúnarson og Axel Orongan skoruðu mörkin.
16.01.2017
Ásynjur gerðu góða ferð suður yfir heiðar um helgina þegar þær heimsóttu Björninn í Grafarvogi. Heldur meira jafnræði var með liðunum nú heldur en í undanförnum viðureignum þeirra en leiknum lauk þó með öruggum 0-6 sigri gestanna.
15.01.2017
Stelpurnar okkar sex stóðu sig glimrandi vel og komu heim með 3 gull verðlaun, ein silfur verðlaun og 2 viðurkenningar.
15.01.2017
Sunnudaginn 8. janúar síðastliðinn fór fram Akureyrarmótið í Listhlaupi.
13.01.2017
Kristján Sævar Þorkelsson og Rannveig Jóhannsdóttir eru krullufólk ársins 2016.
13.01.2017
Hið árlega Áramótamót Krulludelidar fór fram 30. desember sl.
12.01.2017
Það verður líf og fjör í Skautahöllinni um helgina þegar Frostmótið fer fram en það er barnamót yngstu aldursflokkanna í íshokkí. Um 130 keppendur eru skráðir til leiks frá SA, SR og Birninum en spilað verður á laugardag frá kl 8.00-19.45 og svo aftur á sunnudag frá kl 8.00-12.55 en í lok móts verður verðlaunaafhending og pítsuveisla fyrir keppendur. Dagskrá mótsins má finna hér.