Breytingar á almenningstímum vegna Barnamóts SA í íshokkí

Opið föstudaginn 21. febrúar kl. 13-16 og skautadiskó kl 19-21. Lokað laugardaginn 22. febrúar - enginn almenningstími. Opið á sunnudag kl. 14-16.

Breytt verð frá PAPCO

Breytt verð

Breytingar á æfingum 20., 22., 23., 25. og 26. febrúar

Með samkomulagi milli Íshokkídeildar og Listhlaupadeildar verða nokkrar breytingar og tilfærslur á tímum fimmtudaginn 20., þriðjudaginn 25. og miðvikudaginn 26. febrúar. Einnig falla niður allar æfingar á laugardag og fyrri hluta sunnudags, bæði í listhlaupi og íshokkí, vegna Barnamóts SA í íshokkí.

Styrkveitingar úr Minningarsjóði Magnúsar Einars Finnssonar

Sjö umsækjendur fengu á dögunum styrk úr Minningarsjóði Magnúsar Einars Finnssonar, en tilkynnt var um styrkveitingarnar um liðna helgi þegar Magga Finns mótið í íshokkí fór fram á Akureyri.

Skautatöskur

Ég á ennþá til þessar

Skpti á dögum - listhlaup á fimmtudag, hokkí á föstudag

Þar sem allmargir iðkendur í listhlaupi eru á leið suður til keppni á föstudag ásamt þjálfurum hafa Listhlaupadeild og Hokkídeild komið sér saman um að skipta á dögum, auk þess sem æfingum í listhlaupi fækkar um helgina.

Ingvar þriðji í kjöri íþróttamanns Akureyrar

Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í Menningarhúsinu Hofi í dag. Okkar maður, Ingvar Þór Jónsson, varð þriðji í kjörinu. Skautafélagið á um þriðjung landsliðsfólks akureyrskra íþróttafélaga og um helming Íslandsmeistara.

Íþróttamaður Akureyrar 2013, opin samkoma

Íþróttabandalag Akureyrar og Íþróttaráð Akureyrar bjóða bæjarbúum til verðlaunahófs í Hofi miðvikudaginn 22. janúar. Hápunktur hátíðarinnar er þegar kunngjört verður val á íþróttamanni Akureyrar 2013. Jafnframt verða afhentar heiðursviðurkenningar íþróttaráðs og viðurkenningar og/eða styrkir til þeirra íþróttafélaga sem áttu Íslandsmeistara og/eða landsliðsfólk á árinu 2013.

Ingvar Þór Jónsson er íþróttamaður SA 2013

Stjórn Skautafélags Akureyrar hefur valið Ingvar Þór Jónsson íþróttamann félagsins árið 2013. Ingvar verður því einn af þeim sautján sem til greina koma við val á íþróttamanni Akureyrar. Afhending viðurkenninga til íþróttamanns SA og íþróttamanna deildanna verður auglýst síðar.

Breytt gjaldskrá og ýmis tilboð

Ekki er lengur frítt fyrir iðkendur innan félagsins í almenningstíma á virkum dögum. Á móti lækkar verð á 10 tíma korti fyrir iðkendur.