Mótafyrirkomulag næsta árs skoðun

Nú stendur yfir vinna við endurskoðun á mótafyrirkomulagi hjá ÍHÍ.  Veigamesta breytingin sem unnið er að, er að skoða þann möguleika að félögin þrjú tefli fram tveimur liðum hvert í Íslandsmóti meistaraflokks karla.  Þá yrði spiluð sex liða deild en þó án innbyrðisviðureigna heimaliða.   Verið er að skoða ýmsa möguleika í stöðunni og þá auðvitað fyrst og fremst hvort nauðsynlegur leikjafjöldi komist fyrir í annars þétt skipaðri stundatöflu vetrarins og hvernig úrslitakeppninni yrði háttað.
Einnig er verið að ræða fyrirkomulag sem heimilar leikmönnum að fara á milli liða, eða hve margir og hverjir geti spilað með báðum liðum innan síns félags.  Jafnframt kemur til álita að gera breytingar á fyrirkomulagi 2. flokks og jafnvel 3. flokks einnig þannig að það er ýmislegt í deiglunni sem vonandi skýrist sem fyrst.

Afís fyrir vikuna 27 júní-2 júlí

Mánudagur
9.15-11.00
16.16-18.00
Þriðjudagur
9.15-11.00
16.15-18.00
Miðvikudagur
9.15-11.00
15.15-17.00
17.30 sund
Fimmtudagur
9.15-11.00
16.15-18.00
Föstudagur, hægt verður að fara eitthvað á ís en það er bannað að stökkva
9.15-11.00
16.15-18.00
Laugardagur, hæg að fara eitthvað á ís en bannað að stökkva
9.15-11.00
Æfingabúðir síðan samkvæmt tímatöflu á mánudaginn 4 júlí.

Skautaskóli fyrir krakka fædd 2003-2006

Skautaskólinn
08.50-09.10 Mæting
09.10-09.35 Upphitun/leikir
09.45-10.30 ís
10.40-11.00 nesti
11.00-12.05 Leikir/upphitun
12.15-13.00 Ís

Uppskeruhátíð A, B og C hópa

Uppskeruhátíð LSA fyrir A, B og C hópa verður haldin á Strikinu mánudaginn 30 maí milli 17.00-19.00. Það verður pizzuhlaðborð og gos og kostar það 1100 fyrir 12 ára og eldri en 600 11 ára og yngri. Veitt verða nokkur verðlaun til skautara sem hafa staðið sig mjög vel í vetur hvað varðar t.d hegðun, mætingu og framfarir svo eitthvað sé nefnt. 

Bingó á fimmtudaginn

Ný stjórn kjörin á aðalfundi félagsins

Aðalfundur félagsins fór fram í kvöld og þar voru eftirtaldir aðilar kjörnir í stjórn:

 

Sigurður Sigurðsson - formaður
Ólöf Sigurðardóttir
Heiða Hrönn Hreiðarsdóttir - (ný í stjórn)
Reynir Sigurðsson
Hallgrímur Valsson - (nýr í stjórn)
Davíð Valsson
Dröfn Áslaugsdóttir.

Aðalfundi LSA lokið

Nú er aðalfundi LSA yfirstaðinn, fundrinn fór vel fram. Ný stjórn var skipuð en þrír úr fyrri stjórn halda áfram sem eru Rut, Bergsveinn og Kristín Þöll. Þeir sem koma nýjir inn eru Heiða, Inga og Hilda Jana og eru þetta allt reyndir stjórnarmeðlimir og ein nýliði slæst með í för og er það hún Ellý. Enn vantar aðstoðar mótstjóra, ef einhver er áhugasamur að senda þá á motstjori@listhlaup.is . Vonandi hafa allir það sem best í sumar!!

Vegna ónógrar þátttöku er áður auglýstri UPPSKERUHÁTIÐ frestað til haustsins

Þar sem þátttöku skráning hefur verið heldur dræm hefur verið ákveðið að fresta UPPSKERUHÁTÍÐINNI til haustsins og byrja veturinn með stæl. Auglýsing mun verða sett á vefinn þegar nær dregur.

Maraþon og pylsupartý

Öllum skauturum í D-hóp er boðið að taka þátt í maraþoninu og pylsupartýi sunnudaginn 8 maí milli 15.00-17.00. Vonandi koma sem flestir. 

Maraþon, maraþon, maraþon

Þá er að koma að maraþoninu. Maraþonið byrjar fyrir iðkendur LSA klukkan 18.00 laugardaginn 7 maí og lýkur klukkan 17.00 sunnudaginn 8 maí, þjálfarar deildarinnar byrja að skauta klukkan 17.00. Krullan er að klára Ice Cup og þarf tíma til að ganga frá og þess vegna viljum við engöngu fá þjálfara inn á ís klukkan 17.00 og aðrir iðkendur komi ekki í hús fyrr en 17.45. Tímaplan og hópaskiptingar hanga uppi í höllinni og FORELDRAR verða að skrá sig á foreldravaktina, það verða