Ostrava 2011

Þeir A og B keppendur sem huga að fara til Ostrava 2011 þurfa að skrá sig á artkt@internet.is fyrir 20 nóvember. Skipulagning og fjáröflun er að hefjast fyrir ferðina og nauðsýnlegt að allir þeir sem hafa áhuga skrái sig til að hægt sé að hefjast við fjáraflanir. Skráning núna er ekki bindandi en lokaskráning og staðfesting verður þegar bóka þarf flug. c.a mars.

Stelpuhokkídagurinn, góð mæting og mikil gleði

Fyrsti stelpuhokkídagurinn vel heppnaður   Stelpur á öllum aldri fjölmenntu í Skautahöllina á laugardaginn og skemmtu sér saman á svellinu. Stelpurnar okkar tóku vel á móti nýliðum og þær voru leiddar inn í hinn spennandi heim íshokkís. Vonandi sjáum við sem flestar af þeim koma á byrjendaæfingar.  Kærar þakkir til allra sem lögðu hönd á plóginn til að gera þennan dag ánægjulegan. Hér má svo skoða flreiri myndir.

Bikarmót ÍSS verður haldið um næstu helgi laugardaginn 6.  og sunnudaginn 7. nóvember hér í Skautahöllinni á Akureyri. Drög að dagskrá er að finna hér

Úrslit á Frostmóti Listhlaupadeildar SA 2010

 

Nú er lokið fyrsta innanfélagsmóti vetrarins og stóðu stelpurnar okkar sig allar með stakri prýði.

Æfingar mánudag 01.11.10 hjá A og B

Æfingar A og B hópa mánudaginn 1 nóv eru:

 

  A-hópur B-hópur 
 Upphitun 14.35-14.55 15.20-15.40 
 Ís 15.00-15.45 15.45-16.30 
 ÍS 17.20-18.10 18.20-19.05 

Nota tíman á milli ístíma til að teygja og teygja aðeins eftir seinni ístímann líka!!!!!

 

Íslandsmót ÍSS, Egilshöll 

3.-5. desember 2010

Lokadagur Skráninga og greiðslu keppnisgjalda er 04.11.2010

Tímatafla og keppnislisti Frostmótsins A, B og C iðkendur

Tímatafla  birt með fyrirvara um hugsanlegar breytingar - keppendalisti lokaútgáfa fylgir með.  

 A.T.H mæting klukkutíma fyrir keppnistíma

Sunnudagurinn 31. október
 
kl:8:00     8C   (5)
kl:8:25    10C  (5)
kl:8:50    12C  (5)
kl:9:25     NoviceC  (5)
 
kl:9:50 Heflun

kl:10:10    10B (1) og 12B (3) = (4)
kl:10:35    14B (6)
Kl:11:15  12A (4) og Novice A (1)  =(5)
 
Kl:11:45 Keppnislok

kl:12:25 Verðlaunaafhending

KERTI KOMIN

Kertin eru komin og gott væri ef þið getið sótt þau sem fyrst og borgað þau þegar þið sækið, ÞIÐ SEM GETIÐ ÞAÐ

Allý :o) 8955804/ allyha@simnet.is

Everest skautavörur

Signe frá Everest verður með ýmsan skautabúnað til sölu á sunnudag á meðan á mótinu stendur s.s. kjóla, pils, sokkabuxur o.fl. Eftir mótið býðst Íris Kara skautakona til að veita ráðgjöf í sambandi við ýmislegt er viðkemur skautaiðkun t.d. notkun á gelpúðum, val á skautum o.fl.

Hvet alla iðkendur til að kíkja inní Skautahöll á sunnudag milli kl. 8 - 13 hvort  semþeir eru að keppa eða ekki. Skoða úrvalið og styðja okkar stelpur um leið sem eru að keppa.

Keppnisröð á Frostmóti

Búið er að draga í keppnisröð fyrir Frostmótið sunnudaginn 31. október