Smá seinkun á heimkomu af Kristalsmóti

Smá seinkun, stelpurnar verða við Skautahöllina um kl. 19:45.

Heimkoma af Kristalsmóti

Nú eru stelpurnar á heimleið af Kristalsmótinu og er áætluð koma í Skautahöllina um kl. 19:15.  Að sögn fararstjóra þá hefur ferðin gengið frábærlega og eiga allar stúlkurnar hrós skilið fyrir framkomu,  umgengni og samskiptamáta á öllum stöðum. 

Víkingar - SR seinni leikur 5 - 2

Víkingar kláruðu seinni viðureign helgarinnar með sigri á gestunum úr Laugardalnum með 5 mörkum gegn 2.   Leikurinn var líkt og sá fyrri spennandi og einkenndist af mikilli baráttu.  Fyrsta lotan var markalaus en fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á fyrstu mínútu 2.lotu en þá skoraði Jóhann Leifsson eftir sendingu frá Jóni Gíslasyni.  Skömmu síðar jók svo varnarmaðurinn Ingólfur Elíasson muninn í 2 – 0 með sínu fyrsta marki í meistaraflokki.
Fleiri urðu mörkin ekki í lotunni og því voru Víkingar með ákjósanlega 2 – 0 stöðu fyrir þriðju og síðustu lotuna.  Það voru hins vegar þeir sunnlensku sem fóru betur af stað í síðustu lotunni og minnkuðu muninn í 1 – 2 strax á fyrstu mínútu og voru mjög ógnandi á meðan Víkingarnir voru værukærir.

Úrslit fyrri dags Kristalsmóts

Kristalsmót Egilshöll 2010:

Í dag kepptu 12 C og Novice C og fengum við þar 3 sæti.

Í flokki 12 C hreppti Iðunn Árnadóttir 2. sæti og Harpa Lind Hjálmarsdóttir 3. sæti

Í flokki Novice C var það svo Bergdís Lind Bjarnadóttir sem lenti í 1. sæti.

 Stúlkarnar stóðu sig allar með prýði og óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn.

Víkingar - SR fyrri leikur 4 - 3

Í gærkvöldi fór fram hörku viðureign á milli Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur í Skautahöllinni á Akureyri.  Mikið jafnræði var með liðunum frá upphafi til enda og úrslit réðust ekki fyrr en í framlenginu þar sem Jón Gísla og Jói Leifs kláruðu leikinn.

Fyrsta markið kom á 6. mínútu leiksins þegar Hilmar Leifsson hamraði pökkinn frá bláu eftir sendingu frá Jóni Gísla og kom Víkingum í 1 – 0.  Önnur lota var í meira lagi sérstök þar sem Víkingarnir fengu 7 tveggja mínútna dóma og voru því meira eða minna í nauðvörn.  Í tvígang voru Víkingar 3 á móti 5 en SR tókst aðeins að nýta sér liðsmuninn í annað skiptið.  Gestirnir settu þrjú mörk, eða öll sín mörk í leiknum í þessari lotu en þar voru á ferðinni hinn finnski Timo Koivumaki, Tómas Tjörvi og Pétur Maack.  Sigurður Sigurðsson minkaði muninn skömmu fyrir lok lotunnar með aðstoð frá Rúnari Rúnarssyni og Einari Valentine. 

2 meistara flokks leikir um helgina

SR mun sækja okkur heim annað kvöld kl. 22,00 og seinni leikurinn verður svo á laugardag kl. 19.40 eða strax eftir að barnamótnu lýkur þann daginn. SR og Víkngar hafa mæst einu sinni áður í vetur og þá í laugardal þar sem SR vann 5 - 2. Víkingar ætla sér örugglega öll 6 stigin sem í boði eru þessa helgina og nú skorum við á alla áhangendur og velunnara að mæta og styðja við bakið á okkar mönnum.    ÁFRAM SA ..........

STÓRMÓT fyrir yngrafólkið á Akureyri um helgina

Nú um helgina 20. og 21. nóv. verður hér í Skautahöllinni á Akureyri Stórmót fyrir yngstu iðkendurna í íshokki. Hér verða saman komnir 150 krakkar og dagskráin (má skoða hér) er frá 8,00 til 19,00 á laugardegium og frá 8,00 til 13,00 á sunnudeginum. Leikmanna listi SA

TVEIR KASSAR EFTIR

Vil benda ykkur á að ég á enn tvo kassa af kertum vill ekki einhver losa mig við þá endilega hafið samband og fáið ykkur kerti til að  selja eða bara kaupa og styrkja æfingabúðirnar sem verða í sumar. Þið þurfið ekki að taka heilan kassa.

Allý / allyha@simnet.is - 8955804

Vil líka benda ykkur á bestu jólagjöf skautabarnsins, skautatöskur með sér hólfi fyrir skautann, mjúkar skautahlífar og mondor skautabuxur þetta á ég til.

Símanúmer fararstjóra

Í ferð á Kristalsmót verða fararstjórar

Hafdís Hrönn Pétursdóttir s. 862 2171

Sigrún I Hjálmarsdóttir s.  864 5356

Inga Gestsdóttir s. 698 2703

Því miður forfallaðist Hrafnhildur.

Brottför frá Skautahöll kl. 13 á föstudag

Heimkoma verður sett inná síðuna þegar hún liggur fyrir.

fh.foreldrafélagsins

Rakel

leikur Jötna og Bjarnarins

nú eru búnar 10 mín af leiknum og staðan 0-0 ein refsing hefur verið dæmd á Jötna fyrir hooking en þeir stóðu það af sér

átta mín eftir af 1 lotu og Björninn skorar 0 -1