Vinningshafar í Hangikjöts-Lottó

Dráttur hefur farið fram í Hangikjöts-Lottóinu og eftirfarandi hlutu vinning 

KEA styrkir ungliðastarf Hokkídeildar, Kærar þakkir KEA.

Þann 24. nóv. síðastliðinn ákvað KEA að veita Hokkídeild Skautafélags Akureyrar 200.000,- kr. styrk til kaupa á hlífðarbúnaði fyrir byrjendur og yngri iðkendur deildarinnar. Þessi styrkur er ómetanlegt framlag til nýliðunar og ungliðastarfs deildarinnar og aðkoma sterkra aðila að uppbyggingu í íþróttastarfi er það sem gerir okkur mögulegt að halda úti öflugu starfi börnunum okkar til heilla og hollustu í erfiðu árferði niðurskurðar og samdráttar. Íshokkídeildin vill nota tækifærið og þakka öllum sem styðja við starfið með stóru eða smáu og gera okkur þar með mögulegt að halda starfinu áfram.  Kærar þakkir.

Skauta- og útivistaratnaður frá Everest

Langar að minna á að ég er með umboðssölu frá Everest. Er með gott úrval af Mondor sokkabuxum f. skautara, flísbuxum o.fl.

Svo get ég útvegað frábæran útivistarfatnað. Endilega kíkið inná everest.is og hafið samband ef það er eitthvað sem ég get hjálpað með rakelhb@simnet.is 662 526 

Upplagt í jólapakkann :)

kv. Rakel Bragadóttir.

Tilkynning ef iðkandi ætlar að hætta

Athugið!

Þeir iðkendur sem ætla ekki að æfa á vorönn vinsamlegast sendi póst með nafni og kennitölu iðkenda og greiðanda.

Á gjaldkera listhlaupadeildarinna didda@samvirkni.is

í síðasta lagi 15.des 

Breyttur æfingartími um helgina 3-5 des

Æfingartími hjá A, B og C hópum verðu um helgina vegna Íslandsmóts ÍSS

Víkingar unnu Björninn 3 - 8

Víkingar náði í kvöld mikilvægum stigum af Birninum í Grafarvogi með góðum 8 - 3 sigri.  Víkingar náðu þar einnig að koma fram hefndum eftir grátlegt tap í framlenginu síðasta þriðjudag en það er greinilegt að bæði lið kunna vel við sig á útivelli.   Eitt af einkennum Bjarnarmanna er að byrja af miklum krafti og það gerðu þeir í kvöld og komust yfir strax á fyrstu sekúndum leiksins.

Víkingar létu það þó ekki á sig fá heldur snéru leiknum fljótt við og svöruðu með fjórum mörkum.  Staðan var því 4 - 1 eftir fyrstu lotu og þar var grunnurinn lagður að sigrinum.  Önnur lota var jafnari en hana unnu Víkingar engu að síður 2 - 1 og síðan þá þriðju með sömu markatölu, lokastaðan 8 - 3.

Besta jólagjöf skautabarnsins

Skautataska er besta jólagjöf skautabarnsins. Enn á ég til skautatöskur sem eru með sér hólfi fyrir skautana, einlitar og munstraðar en munstruðu töskunum fer fækkandi,   mjúku skautahlífarnar sem eru nauðsinlegar á skautann í töskunum og svo mondor skauta buxurnar þessar svörtu sem koma niður fyrir skautann. Endilega hafið samband sem fyrst ef þið eruð að spá í eitthvað af þessu fyrir jólin því að ég þarf nokkra daga ef ég þarf að panta það sem vantar.

Allý, allyha@simnet.is / 8955804

Björninn lagði víkinga í framlengingu 3-4

Víkingar héldu einu stigi en Björninn fór heim með tvö eftir sigur Bjarnarins í framlengdum leik.

Víkingar taka á móti Birninum á morgun þriðjudag

Á morgun, þriðjudaginn 23. nóvember koma Bjarnarmenn í heimsókn og að þessu sinni munu þeir mæta Víkingum.  Bjarnarmenn hafa níðst á Jötnunum í vetur og hafa náð í öll sín stig úr þremur viðureignum við þá.  Nú er komið að því að þeir mæti stóra bróður og verða þeir ekki teknir neinum vettlingatökum.

Leikurinn hefst kl. 19:30 og gera má ráð fyrir hörku-viðureign enda mættust þessu lið í gríðarlega spennandi úrslitakeppni síðasta vor sem sællar minningar lauk með okkar sigri í fimmta leik í úrslitum.

Meðfylgjandi mynd tók Ási ljós í síðustu viðureign Jötna og Víkinga sem fram fór í síðustu viku.

Seinni dagur Kristalsmóts

Það bættust við tvenn verðlaun í flokkum 8C og 10C 

Pálína Höskuldsdóttir heiðursverðlaun dómara fyrir piróettur

Marta María Jóhannsdóttir heiðursverðlaun dómara fyrir vogir

Þökkum farastjórum fyrir frábært starf og einnig eiga þjálfarar hrós skilið fyrir sína vinnu

sem var til fyrimyndar.

Einnig er vert að hrósa stúlkunum okkar enn og aftur fyrir frábæra framgöngu í ferðinni.