Vorsýning 27. apríl - 1&2 hópur ATH. breyttur æfingatími á föstudag

 

Framundan er vorsýning þann 27. apríl. Á föstudag 18. apríl verður breyting á æfingatíma 2. hóps vegna hokkímóts og skulu iðkendur mæta kl. 15:45-16:30. Sjá nánari umfjöllun

Mammútar Íslandsmeistarar árið 2008

Mammútar héldu uppteknum hætti í lokaleik íslandsmótsins á laugardag og sigruðu

Víkinga 9 -3


Mammútar byrjuðu á að skora eitt stig í fyrstu umferð en Víkingar svöruðu með tveimur stigum í næstu umferð  og stálu svo einu stigi í þeirri þriðju. Þá sögðu Mammútar hingað og ekki lengra og skoruðu tvö stig í fjórðu umferð og “stálu” svo fimmtu og sjöttu með þremur stigum í hvorri umferð þannig að leikurinn endaði 9-3 fyrir Mammúta.

Mammútar eru vel að þessum sigri komnir en þeir töpuðu aðeins einum leik og gerðu eitt jantefli í forkeppninni og unnu alla þrjá  leiki sína í úrslitunum.

FRÁBÆR ÁRANGUR.

 

Leikur Norðan 12 og Garpa um þriðja sætið fór 5 – 3  fyrir Norðan 12 .

Leikurinn spilaðist þannig að N12 skoraði eitt stig í fyrstu umferð og tvö í næstu umferð og eitt í þeirri þriðju og fjórðu og staðan því orðin 5-0 eftir fjórar umferðir. Garpar áttu síðasta stein í fimmtu lotu og gátu skorað 5 stig en ísinn réði ferðinni í því skoti og Garpar færðu einn stein N12 nokkra sentimetra innar í hring en tveir steinar Garpa voru þannig að Garpar fengu aðeins tvö stig í þeirri umferð og eftirleikurinn auðveldur fyrir N12

Garpar skoruðu eitt stig í síðustu umferð og leikurinn endaði því 5 - 3 fyrir N12.

 

Lokastaðan í íslandsmótinu árið 2008 varð þannig:

Íslandsmeistarar            Mammútar

Annað sæti                    Víkingar

Þriðja sæti                     Norðan 12

 

Krulluvefurinn óskar verðalaunahöfum til hamingju með árangurinn.

Engar morgunæfingar á Laugardag og sunnudag

Æfingar falla niður á laugardagsmorgunn og sunnudagsmorgunn. Vegna krullumóts og fjarveru þjálfara vegna námskeiðs í RVK.

Ísladaf

Ísland var rétt í þessu að tapa með einu marki 4 - 5 fyrir Kína á HM í Ástralíu.  Staðan var jöfn 4 - 4 eftir venjulegan leiktíma og þá fær hvort lið eitt stig.  Síðan var spilaður 5 mín bráðabani og vítakeppni upp á síðasta stigið.

Óvenjuleg upphitun í Ástralíu

Eins og flestir lesendur SA síðunnar vita þá er íslenska karlalandsliðið í Ástralíu að keppa á heimsmeistaramótinu.  Fyrir fyrsta leik liðsins á dögunum gegn Nýja Sjálandi bilaði íshefillinn á miðjum ís þegar hann var að fara síðustu umferð eftir upphitun.  Af þessu hlaust 90 mín töf þar sem mótshaldarar og starfsmenn skautahallarinnar voru úrræða og glórulausir gagnvart vandanum. 

Breyttir æfingatímar um helgina Vantar aðstoð

Æfingar á sunnudagsMORGUNN falla niður. 4. hópur verður á hefðbundnum tíma milli 17-18. 5. OG 6. hópur saman milli 18-19. Auglýst er hér með eftir áhugasömum foreldrum til að vera með þá æfingu. hafið samband við Allý allyha@simnet.is eða í símann hennar, sjá hér til hliðar á heimasíðunni.

Fyrirlestur Helgu á Peter Grutter námskeiði

Helga Margrét heldur fyrirlestur á námskeiðinu á mismunandi tímum fyrir mismunandi hópa.

Hópaskipting á Peter Grutter námskeiði

hér má finna hópaskiptingu á PG námskeiði

Peter Grutter námskeið - upplýsingar frá ÍSS

Hér má finna bréf frá formanni ÍSS

Íslenska landsliðið vann fyrsta leikinn 3 - 6

Hér er fréttin á vef ÍHÍ.   Góóóðir Ísland !!