Meistaraflokkur.

Æfing verður frá 11-12.50 á morgunn.

 

Yfirstrumpurinn.

Fundur um Peter Gutter námskeiðið

Fundur fyrir foreldra/forráðamenn þeirra sem fara á námskeiðið verður haldinn fimmtudaginn 27.mars kl:19.30

kveðja Kristín Þöll

Úrslitakeppni í meistaraflokki hefst á miðvikudaginn

Á næsta miðvikudag kl. 19,00 leika SA og SR til úrslita í meistaraflokki.  1. leikur í úrslitakeppninni verður hér í Skautahöllinni á Akureyri og leikur númer 2 daginn eftir á fimmtudeginum kl. 19,00.  3. og 4. leikur verða svo í Laugardalnum á laugardeginum og sunnudeginum þar á eftir og 5. leikur á þriðjudag hér fyrir norðan ef til kemur.

SA - Narfi; 12 - 3

Leik SA og Narfa lauk með sigri SA 12 - 3 . Myndir úr leiknum.

Leikurinn var léttur og skemmtilegur og ágætis undirbúningur fyrir komandi úrslitakeppni.  Loturnar fóru 3 - 1, 6 - 0 og 3 - 2.

 

SA - Narfi í kvöld kl. 21:00

Skautafélag Akureyrar tekur á móti Narfa frá Hrísey í kvöld kl. 21:00.  Leikurinn í kvöld er síðasti leikur SA fyrir úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku.  Narfarnir mæta væntanlega borubrattir til leiks að vanda og verður leikurinn án efa hinn skemmtilegasti.

Ekki æfing hjá 5. og 6. hóp í dag!!

Það verður ekki æfing hjá 5. og 6. hóp í dag. Fundin verður önnur æfing fyrir hópana síðar.

Páskafrí, allir flokkar nema MFL. og Mfl.kvenna

Nú eru allir flokkar komnir í páskafrí nema meistaraflokkur karla og kvenna. Æfingar byrja svo aftur þriðjudaginn 25. samkvæmt tímatöflu. GLEÐILEGA PÁSKA.....

Á Akureyri kl. 19,50

Suðurfararnir voru að fara frá Staðarskála kl. 17,00 svo reikna má með að þau verðu við skautahöllina um kl. 19,50

Páskaæfingar og páskafjör!

1 & 2 hópur er komin í páskafrí. Aðrir hópar eiga tvær æfingar eftir fyrir páska. Næsta æfing eftir páska verður síðan með hefðbundnu sniði miðvikudaginn 26. mars.  
Mánudagurinn 17. mars 
3 eldri og yngri kl:17-18
4 hópur kl:18-19
5 og 6.hópur  kl:19-20
Miðvikudagurinn 19. mars -Foreldra félagið stendur fyrir: Páska-fjölskyldu og vinafjöri. Boðið verður upp á pizzur og drykki, frítt fyrir iðkendur. 200 kr fyrir aðra.
Foreldrar, systkyni, afar og ömmur og vinir eru velkomnir með á frjálsa skautaæfingu, allir saman á skauta. Hægt er að fá lánaða skauta og hjálma í höllinni. Allir hvattir til að mæta á þessa síðustu æfingu fyrir páska! (sambærileg skemmtun verður haldin fyrir 1 & 2 hóp eftir páska)
3 eldri og yngri kl:17-18
4 hópur kl:18-19
5.6. hópur kl:19-20

Allar æfingar falla niður á laugardags og sunnudagsmorgnunum

Vegna Vinamótsins hjá listhlaupinu.