Barna- og unglingamót 2008

Hæ! hæ! Stelpur sem eru að fara á Barna- og unglingamótið geta fengið wc pappír til að selja. Pakkningin kostar 3000 kr og fá stelpurnar ágóðann til að nota fyrir ferðina. Hafið samband við Allý í síma 895-5804 eða allyha@simnet.is

Falla niður æfingar 8.-10. febrúar

Við viljum minna á að það falla niður allar æfingar hjá Listhlaupadeild helgina 8.-10. febrúar

Hokkí annir um næstu helgi í Skautahöllinni á Akureyri

Um næstu helgi verða spilaðir hér á Akureyri 2 kvennaleikir, sá fyrri á föstudagskvöldið kl. 22,00 og sá seinni á laugardeginum kl. 18,00. Þar eigast að sjálfsögðu við SA og Björninn. Ennfremur verða landslið U-18 og karlalandsliðið með æfingabúðir. Dagskrá æfingabúðanna má skoða hér. U-18 hópinn má sjá hér og dagskránna á Div. III group B Turkey hér. Karlalandsliðshópinn má svo sjá hér og dagskránna á Div. II group B Austalia hér

Sunnudagurinn á 3.fl. mótinu ekki eins góður

3.flokkurinn okkar tapaði báðum sunnudagsleikjunum, þeim fyrri við SR 7 - 4 og þeim seinni við Björninn 5 - 1.

Sporatími fellur niður!

Sporatími í fyrramálið fellur niður hjá 5. og 6. hópi!

Taka frá miða á NM

Ef þið viljið vera 100% um að fá miða á NM, sendið mér tölvupóst á hildajana@gmail.com FYRIR HÁDEGI Á MIÐVIKUDAG og ég læt taka frá miða fyrir ykkur. Í póstinum á að koma fram nafn, hvort þið viljið 4 daga miða eða eins dags og fullorðnir eða börn.

Útkeyrsla á nammi

HALLÓ! HALLÓ!!!!!           Okkur vantar fólk til að keyra út Öskudagsnammi á mánudag 4/2 eða þriðjudag 5/2. Endilega hafið samband við Allý í síma 895-5804 eða senda mail á allyha@simnet.is. Listhlaupadeild

Góður dagur fyrir SA í Rvík.

Mfl. SA vann seinni leikinn við SRinga 8 - 2. Sjá frétt á SR vefnum.  3.flokkur spilaði tvo leiki á þriðjaflokksmótinu í Egilshöll og sýndi hörku baráttu er þeir unnu SR með 7 mörkum gegn 3 og töpuðu naumlega fyrir Bjarnardrengjum 2 - 3.

Mfl. SA lagði SRinga í laugardalnum í kvöld

Fregnir voru að berast af úrslitum Mfl.leiksins sem fram fór í SR-Höllinni í kvöld. SA vann með 5 mörkum gegn 4 eftir að hafa verið undir 4:2 í þriðju lotu. Loturnar fóru 1 - 2, 1 - 0, og 2 - 3. Mörk SA skoruðu Orri Blöndal, Jón Gísla, Helgi, Siggi Sig. og Birkir skoraði síðasta markið úr breakaway þar sem hann setti pökkinn framhjá Birgi markmanni með hinu fræga forsberg move .       Góóóðir SA ......................

Æfingatímar á morgun Laugardag

Það verða engar markmannsæfinar en 4. og 5.flokkur eru á milli 10 og 11 eins og venjulega.