SA liðsskipan á Hringrásarmóti

Nú er Denni búinn að raða upp liðunum fyir Hringrásarmótið og hægt að skoða liðsskipanina með því að smella á "lesa meira" Dagskránna er svo hægt að skoða með því að smella á efsta hlekkinn í valmyndinni hér til vinstri.

Íshokkí

Ef einhverjum finnst íshokkí stutt á veg komin á íslandi.

Fundur um suðurferð í kvöld

Fundur verður í skautahöllinni í kvöld klukkan átta í kvöld (21.febrúar) um keppnisferð A og B keppenda til Reykjavíkur helgina 29.febrúar - 2.mars. Áríðandi að allir mæti

Leikir um næstu helgi

2.flokkur SA og Bjarnarins munu eigast við hér í Skautahöllinni á Akureyri næsta föstudagskvöld kl. 22,00 og aftur á laugardagskvöldið kl. 20,00. Lofað er góðri skemmtun og fólk hvatt til að mæta og styðja sína menn.    ÁFRAM SA ..............................

Keppendur á Barna- og unglingamótinu!

Frá og með föstudeginum 22. febrúar skulu keppendur á barna- og unglingamótinu mæta í kjólum eða pilsum á æfingar. Munið að mæta alltaf a.m.k. 20 mín. áður en ísæfing hefst til að hita upp. Það er líka mjög mikilvægt að muna að teygja vel á eftir allar æfingar, bæði ís- og afísæfingar. Kv. Helga Margrét

Dagskrá Hringrásarmótsins komin á vefinn

Dagskrá Hringrásarmótsins sem haldið verður nú um helgina hér í Skautahöllinni á Akureyri fyrir yngstu hópa hokkí-iðkenda landsins er hægt að skoða hér. Dagskráin er birt með fyrirvara um villur eða breytingar. Þetta er stór viðburður í hokkídagskrá landans og af þessu tilefni koma 83 keppendur að sunnan frá Birninum og SR svo keppandafjöldi verður um 135 krakkar á aldrinum 11 ára og yngri.

Tókst þú upp sjónvarpsleikinn á sunnudaginn

Ef einhver hefur náð að taka leikinn síðasta sunnudag upp á DVD væri ofsalega vel þegið að fá að afrita fyrir félagið. Endilega hafðu samband við Reyni í 6604888 eða reynir@sasport.is  ((O:

Foreldrar/forráðamenn iðkenda listhlaupadeildar!

Allar æfingar falla niður hjá listhlaupadeildinni á laugardag og sunnudagsmorgun vegna hokkímóts. Æfingar verða á sunnudagskvöldið sem hér segir:

3. hópur yngri og eldri mætir kl. 17:15-18:00

4. hópur mætir kl. 18:00-19:00

5. hópur mætir kl. 19:00-20:00

6. hópur mætir kl. 20:00-21:00

Æfing fellur niður í fyrramálið!

Æfing hjá 5. og 6. hóp fellur niður í fyrramálið (þriðjudaginn 19. febrúar).

Bikarmót hjá yngstu keppendunum um næstu helgi.

Um næstu helgi koma sunnan liðin til Akureyrar með yngstu keppnishópana og taka þátt í Bikarmóti vetrarins í Skautahöllini hér á Akureyri. Við munum reyna að setja dagskrá mótsins hér á síðuna um leið og vitað er um keppanda fjölda frá hverju liði.