26.01.2008
Fyrri leik helgarinnar er lokið með sigri heimamanna 6 - 4.
Gang leiksins má skoða hér.
25.01.2008
Það verður frí í dansinum 9.feb en síðasti tíminn verður þá 23.feb.
Tímarnir á Bjargi byrja svo í mars nánar augl. síðar
kveðja stjórnin
25.01.2008
Æfingar falla niður á sunnudagsmorgun nk. 27. janúar hjá 4. 5. og 6. hóp milli 8 og 11. Æfingar verða skv. tímatöflu á sunnudagskvöldið.
24.01.2008
Vegna landsliðsæfinga verða engar æfingar hjá markmönnum á laugardagsmorguninn. Það verður heldur engin laugardagsæfing hjá 3.fl. En 3.flokkur á að spila við landslið kvenna á sunnudagsmorgun kl. 8,30 til 11,00. Hjá 4. og 5.flokki verða æfingar eins og venjulega á laugardag og einnig hjá 6. og 7.fl. og byrjendum á sunnudag.
23.01.2008
Oldboys lið Skautafélags Akureyrar endurheimti bikarinn sem þeir töpuðu til SR í fyrra en úrslitin urðu eftirfarandi.
23.01.2008
Skautarinn okkar hún Helga Jóhannsdóttir sem um helgina varð Íslandsmeistari í Novice flokki hefur verið valin af Skautasambandi Íslands til að taka þátt á Norðurlandamóti sem haldið verður hér á Íslandi 7.-10. febrúar. Einnig hefur hún hlotið þátttökurétt á Copenhagen Trophy sem er alþjóðlegt mót á vegum danska skautasambandsins og verður það haldið 7.-9. mars nk. í Óðinsvé. Við viljum óska Helgu innilega til hamingju með árangurinn!
22.01.2008
Um helgina fær meistaraflokkur S.A. Björninn í heimsókn til að spila 2 leiki.
22.01.2008
Halló! Skautapeysurnar eru komnar í hús. Endilega hafið samband við Allý í síma 8955804 um afhendingu.
22.01.2008
Nokkrar breytingar hafa orðið undanfarið á Dagskrá vetrarins meðal annars vegna þess að ÍHÍ hefur verið að vinna að útbreiðslumálum íþróttarinnar og hefur með harðfylgi tekist að koma nokkrum leikjum í beina útsendingu í sjónvarp, sem er aðal ástæða breytinganna.
Skoða má uppfærða dagskrá á ÍHÍ vefnum með því að smella hér. Dagskráin hér á síðunni verður svo uppfærð fljótlega.
21.01.2008
Nýverið var Audrey Freyja Clarke valin Skautakona ársins 2007 af Skautasambandi Íslands. Audrey hefur notið þessa titils síðustu árin fyrir frábæran árangur bæði á mótum hér heima og einnig erlendis, hún hefur unnið gott starf í þágu íþróttarinnar t.a.m. verið andlit okkar út á við og átt stóran þátt í auknum áhuga almennings á skautaíþróttinni. Audrey Freyja hefur verið Íslandsmeistari í listhlaupi í Novice flokki 2001 og í junior flokki 2002, 2003, 2004, 2005 og 2007 og nú um síðustu helgi varð hún krýnd Íslandsmeistari í Senior flokki sem er jafnframt elsti flokkur sem keppt er í. Einnig var Audrey valin Íþróttamaður Skautafélags Akureyrar og var í kjölfarið af því í 3. sæti í vali á Íþróttamanni Akureyrar. Við óskum henni hjartanlega til hamingju með þennan árangur!