SA Íslandsmeistari í kvennaflokki

Í gærkvöldi tryggði kvennalið SA sér Íslandsmeistaratitilinn með 4 - 2 sigri á Birninum í 6. viðureign liðanna á þessu tímabili.

Breyting á tímasetningum á B&U mótinu

 Íslandsmót barna og unglinga 29. febrúar – 2. mars 2008 Skautahöllin í Laugardal

 

1.3.2008 Laugardagsmorgunn

08:00:00 09:27:00 17 10 ára og yngri B

09:27:00 10:25:00 10 14 ára og yngri B og 15B drengir

10:25:00 10:40:00 Heflun

10:40:00 11:17:00 5 14 ára og yngri B framhald

11:17:00 12:20:00 10 10 ára og yngri A

Verðlaunaafhending 10B, 14B, 15B drengir og 10A

Laugardagskvöld

17:15:00 18:06:00 7 12 ára og yngri A

18:07:00 20:06:00 8 Novice

19:12:00 19:27:00 Heflun

19:27:00 20:07:00 5 Novice framhald

20:07:00 20:48:30 5 Junior

20:50:00 21:11:30 2 Senior

Verðlaunaafhending 12A, Novice, Junior og Senior

2.3.2008 Sunnudagsmorgunn

08:00:00 08:31:00 6 8 ára og yngri B og 9B drengir

08:31:00 08:52:50 3 8 ára og yngri A

08:52:00 10:07:00 12 12 ára og yngri B

10:07:00 10:22:00 Heflun

10:18:00 11:36:00 12 12 ára og yngri B framhald

11:36:00 12:45:00 10 15 ára og eldri B

Verðlaunaafhending 8B,9B drengir, 8A, 12B og 15B

 

Aukaæfingatími fyrir BU-mótið!

Í dag fimmtudaginn 28. febrúar verður aukaæfing fyrir þá iðkendur sem munu keppa á Barna- og unglingamótinu um helgina. Iðkendur mega mæta milli 19 og 21 og geta farið yfir prógröm með tónlist og/eða rennt yfir það helsta. Kv. Helga Margrét

Síðbúin jólahokkímynd

Það er áralangur siður hjá félagsmönnum Skautafélags Akureyrar að spila hokkí á aðfangadag.  Síðasti aðfangadagur var þar engin undantekning.  Þarna ríkir venjulega mikill jólaandi og þarna koma menn saman sem jafnvel hafa ekki spilað saman lengi, þ.e. brottfluttir og jafnvel menn sem eru hættir að spila reglulega.  Á meðfylgjandi mynd má sjá ýmsa kynlega kvisti, t.a.m. var frekar óhollt að hafa svona marga markmenn á ísnum á sama tíma - Ómar og Mike voru í markinu en svo voru Biggi, Sæmi og Ævar frammi.  Þarna má svo einnig sjá Elvar Jónsteinsson sem er alveg hættur að þora að skauta sökum gigtverkja og aukakílóa, Clark McCormick sem kominn er á ellilaun og Héðinn Björnsson sem skipt hefur hokkíkylfunni út fyrir göngugrind og gangráð.

Tékklisti fyrir skautara fyrir keppnina um helgina

Hér fylgir tékklisti frá Helgur yfirþjálfara um það sem hugsanlega þarf að hafa í keppni 
  • Skautar                                                                                 
  • Skautahlífar                                                                                   
  • Keppniskjóll/samfestingur og helst einn til vara                        
  • Æfingaföt til að hita upp afís                                               
  • Peysa (SA peysa) til að vera í á ís í keppni                                   
  • Vettlingar                                                                             
  • Skautasokkabuxur, tvennar                                                 
  • Spennur og teygjur í hár                                                                
  • Íþróttaskór                                                                                     
  • Hlý úlpa                                                                               
  • Teppi                                                                                              J
  • Vatnsbrúsi                                                                            
  • Hælsærisplástrar                                                                           
  • Sippuband                                                                            
  • Andlitsfarði                                                                                   
  • Hársprey                                                                               J

 

 Nokkrir punktar hvað þarf að hafa með sér vegna ferðar á Barna og 
  unglingamótið 29. febrúar -2. mars.

 *Hollt og gott nesti til að hafa með sér á suðurferðinni (ekki sælgæti)    Annar matur í ferðinni er innifalinn.


 *Nauðsynlegan fatnað. t.d. til skiptanna og náttföt.
 *Snyrtivörur s.s. tannbusta, tannkrem og fleira
 *Hafa með sér rúmföt,en sængur og koddar eru á staðnum.
 *Vasapeningur 1,500 krónur  Fararstjóri tekur að sér að geyma 
  vasapeningana.
 *Einnig geyma fararstjórar lyf ef einhver þar að hafa með sér(a.m.k. fyrir yngri keppendur. 

 *Má hafa Ipod með sér en gsm símar *ekki* leyfðir. Gsm sími sem hægt 
  er að ná í meðan ferðin stendur yfir er 849-2468 og einnig geta 
 keppendur fengið að    hringja hjá fararstjóra ef það er nauðsynlegt.


 *Ferðin og gisting kostar 8500 krónur og á að leggjast inn á reikning 
0162-05-268545;  kt:510200-3060 láta skýringu fylgja með. Sumir 
iðkendur eiga inneign sem kemur til frádráttar og fá þeir upplýsiningar um það með sms.

Greiða þarf ferðina í síðasta lagi fimmtudaginn 28. febrúar inn á reikninginn í Landsbankanum. 

Foreldrar þurfa sjálfir að fá frí fyrir börnin sín í skóla á föstudaginn. Það hefur yfirleitt ekki verið neitt mál. Mæting við skautahöllina stundvíslega kl: 11:30 á föstudagsmorgun. Brottför kl: 12:00.

Fararstjórar: Allý, Heba, Hóffa, Guðný og Halldór. Síminn hjá Allý er 895-5804 og 849-2468

 

Stjórnin

Foreldrar/forráðamenn iðkenda í 1. 2. og 3. hópi!

Helgina 29. febrúar til 2. mars munu allar æfingar falla niður hjá listhlaupadeildinni vegna Barna- og unglingamóts í Reykjavík. Allir þjálfarar verða viðstaddir þessa keppni og af þeirri ástæðu verður ekki unnt að halda uppi æfingum. Í staðinn verða æfingar mánudaginn 3. mars. Æfing hjá 3. yngri verður á venjulegum tíma eða milli 15 og 15:45, 3. hópur eldri mætir milli 15:45 og 16:30 og 1. og 2. hópur milli 16:30 og 17:10.  

Kveðja,

þjálfarar og stjórn

Hringrásarmótinu lokið

Jæja þá er Hringrásarmótinu lokið og sunnanliðin lögð af stað heim. Keppendur hafa held ég aldrei verið fleiri og það er búið að vera mikið ævintýri að sjá þessa 140 iðkendur eigast hér við. Margir unnu góða sigra og aðrir töpuðu leikjum svona eins og gengur en saman vann þessi mikli hópur stóran sigur, það er að umgengni í Skautahöllinni var til fyrirmyndar og liðunum öllum til mikils sóma og vil ég þakka krökkunum sérstaklega fyrir það. Við vonum að allir hafi skemmt sér eins vel og við gerðum og hlökkum til næsta móts.

SA vann aftur

Seinni leik SA og Bjarnarins í 2.fl. var að ljúka með sigri SA 7 - 3      Góóóóóðir SA ..................

Góður sigur SA í 2. flokki

Rétt í þessu var að ljúka leik SA og Bjarnarins í 2. flokki hér í Skautahöllinni.   Leikurinn var jafn og spennandi alveg frá upphafi og lengst framan af.  Fyrsta mark leiksins átti Björninn og kom það um miðja 1. lotu og var heldur klaufalegt.  Eftir uppkast í okkar svæði fór pökkurinn langt upp í loft og sveif í háum boga í átt að markinu þar sem Ómar Smári Skúlason bjó sig undir að grípa auðveldan pökk.  Svo fór þó ekki og pökkurinn skoppaði úr hanskanum, aftur fyrir Ómar og yfir marklínuna..