Íshokkí

Ef einhverjum finnst íshokkí stutt á veg komin á íslandi.

Fundur um suðurferð í kvöld

Fundur verður í skautahöllinni í kvöld klukkan átta í kvöld (21.febrúar) um keppnisferð A og B keppenda til Reykjavíkur helgina 29.febrúar - 2.mars. Áríðandi að allir mæti

Leikir um næstu helgi

2.flokkur SA og Bjarnarins munu eigast við hér í Skautahöllinni á Akureyri næsta föstudagskvöld kl. 22,00 og aftur á laugardagskvöldið kl. 20,00. Lofað er góðri skemmtun og fólk hvatt til að mæta og styðja sína menn.    ÁFRAM SA ..............................

Keppendur á Barna- og unglingamótinu!

Frá og með föstudeginum 22. febrúar skulu keppendur á barna- og unglingamótinu mæta í kjólum eða pilsum á æfingar. Munið að mæta alltaf a.m.k. 20 mín. áður en ísæfing hefst til að hita upp. Það er líka mjög mikilvægt að muna að teygja vel á eftir allar æfingar, bæði ís- og afísæfingar. Kv. Helga Margrét

Dagskrá Hringrásarmótsins komin á vefinn

Dagskrá Hringrásarmótsins sem haldið verður nú um helgina hér í Skautahöllinni á Akureyri fyrir yngstu hópa hokkí-iðkenda landsins er hægt að skoða hér. Dagskráin er birt með fyrirvara um villur eða breytingar. Þetta er stór viðburður í hokkídagskrá landans og af þessu tilefni koma 83 keppendur að sunnan frá Birninum og SR svo keppandafjöldi verður um 135 krakkar á aldrinum 11 ára og yngri.

Tókst þú upp sjónvarpsleikinn á sunnudaginn

Ef einhver hefur náð að taka leikinn síðasta sunnudag upp á DVD væri ofsalega vel þegið að fá að afrita fyrir félagið. Endilega hafðu samband við Reyni í 6604888 eða reynir@sasport.is  ((O:

Foreldrar/forráðamenn iðkenda listhlaupadeildar!

Allar æfingar falla niður hjá listhlaupadeildinni á laugardag og sunnudagsmorgun vegna hokkímóts. Æfingar verða á sunnudagskvöldið sem hér segir:

3. hópur yngri og eldri mætir kl. 17:15-18:00

4. hópur mætir kl. 18:00-19:00

5. hópur mætir kl. 19:00-20:00

6. hópur mætir kl. 20:00-21:00

Æfing fellur niður í fyrramálið!

Æfing hjá 5. og 6. hóp fellur niður í fyrramálið (þriðjudaginn 19. febrúar).

Bikarmót hjá yngstu keppendunum um næstu helgi.

Um næstu helgi koma sunnan liðin til Akureyrar með yngstu keppnishópana og taka þátt í Bikarmóti vetrarins í Skautahöllini hér á Akureyri. Við munum reyna að setja dagskrá mótsins hér á síðuna um leið og vitað er um keppanda fjölda frá hverju liði.

Góðri ferðahelgi lokið

4.flokkurinn er nú kominn heim glaður og ánægður eftir ágæta keppnisferð til Reykjavíkur þar sem góðir sigrar unnust. Þau unnu leik sinn við Björninn í morgun 16 - 0. Við þökkum bæði Birnininum og SR fyrir ágætt mót og hlökkum til að mæta þeim aftur áður en langt um líður.  (O: