Vantar aðstoð í æfingabúðum

Til þess að reyna að halda niðri verði æfingabúða ákváðum við að í stað þess að ráða fólk til keyrslu og í hádegismat, að reyna að fá foreldra til að aðstoða. En sem komið er gengur þó ekki nægilega vel að manna það sem til þarf. Ef þið getið veitt aðstoð einhverja daga sendið þá póst á allyha@simnet.is Hér má sjá hvað vantar

Smáræði

Einsog við mátti búast hefur fréttaflutningur minnkað á þessari síðu yfir sumartímann. Menn hafa samt ekki setið auðum höndum, fljótlega mun skautaskóli fyrir yngri kynslóðina hefja starfsemi og hvetjum alla foreldra að skoða það. Meistaraflokksmenn hafa verið að æfa sig yfir sumartímann, sumir hafa verið í lyftingum aðrir í knattspyrnu, street-hockey og öðru. Ekki er vitað fyrir víst hvernig meistaraflokkurinn mun líta út á næstu leiktíð en svo mikið er víst að hann mun breytast eitthvað. Heyrst hefur af einhverju svipuðu hjá sunnan liðunum. Ekki er vitað hvort Narfi verði með á næstu leiktíð, en vonum við svo sannarlega að svo verði.

Ef fólk hefur áhuga fyrir erlendu íshokkí, þá mæli ég með þessum síðum.

nhl.com

iihf.com

forums.internationalhockey.net

hockeybuzz.com

eurohockey.net

hockeyarenas.net 

Haraldur vefstjóri yfirgefur landið og vefinn

Haraldur Ingólfsson sem hefur verið vefstjóri og ritstjóri krulluvefsins flytur af landi brott

Æfingabúðir nálgast og afísæfingar að byrja!

Hér er að finna upplýsingar varðandi æfingabúðir og afísæfingar, sjá lesa meira!

Jóla DVD - Loksins!

Jæja, loksins er jóla DVD diskurinn tilbúinn!! Þrátt fyrir að talsvert sé liðið frá jólum. Vinnslan tók MUN lengri tíma en við áætluðum, bæði í klippingu og brennslu. En niðurstaðan er engu að síður frábær, veglegur diskur, tekinn á tvær fagmyndavélar, vel klippt með lögum og sögumanni, búið að skipta disknum niður í þætti, þannig að einfalt er að finna tiltekna þætti á disknum.

 Hægt verður að nálgast diskinn hjá Kristínu Þöll í Saumakompunni í gilinu, frá og með mánudeginum 2. júní! Muna að taka 1500 krónur með fyrir disknum.

Æfingabúðir

Þessa dagana er unnið að undirbúiningi æfingabúða sem LSA stendur fyrir í sumar. Hér má lesa frekari upplýsinar.

Hér má lesa skýrslu stjórnar frá liðnum skautavetri.

Aðalfundur LSA 2008

Hér má sjá fundagerð aðalfundar stjórnar Listhlaupadeildar SA

Stjórn krulludeildar endurkjörin

Aðalfundur krulludeildar var haldinn miðvikudaginn 7 maí

Aðalfundur Skautafélagsins

Aðalfundur Skautafélags Akureyrar verður haldin í Skautahöllinni fimmtudagskvöldið 8. maí kl. 20:00.

Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin