Karfan er tóm.
Mynni hér með á Haustmót ÍSS sem haldið verður í Skautahöllinni á Akureyri 3.-5. október 2008
Dregið verður um keppnisröð í félagsherbergi Skautafélags Akureyrar föstudaginn 3. október kl. 18:00
Frekari upplýsingar um mótið, tímatöflu og keppendalista, má sjá á heimasíðu Skautasambands Íslands www.skautasamband.is
ath. foreldrafélagið verður með veitinga- og gjafasölu á mótinu, það verður ekki posi á staðnum og því ekki hægt að taka á móti greiðslukortum.
Um liðna helgi var í Skautahöllinni hér á Akureyri Bikarmót 4. og 5.flokks í boði SA hokkídeildarinnar. Bikarmeistarar urðu A-lið Bjarnarins (Bjö41) sem vann alla sína leiki, í öðru sæti urðu heimamenn sem unnu alla nema einn og í þriðja sæti varð annað liða SRinga (SR42). Hitt lið SR (SR41) urðu fjórðu og svo b-lið Bjarnarmanna (Bjö42) í því fimmta. Í 5.flokki eru ekki talin úrslit en þar var ekki síður tekið á en í þeim fjórða og eru þar á ferð virkilega efnilegir krakkar sem mörg hver hafa greinilega mikla ástríðu til leiksins. SA þakkar sunnan liðunum heimsóknina og fyrir skemmtilegt mót og vonum að þeir hafi átt góða ferð heim í gær. OG TAKK allir félagsmenn og velunnarar sem lögðu fram ómælda vinnu við mótahaldið, án ykkar væri þetta ekki hægt. (O:
Við hjá foreldrafélaginu viljum biðja iðkendur í fjórða hópi að taka að sér að vinna á ÍSS mótinu um helgina í kaffi- og pakkasölu, enda mikið sem þarf að gera á mótinu. Við fáum svo A & B stelpur til að vinna á næsta C-móti í staðinn. Endilega sendið póst á johanna@bjarg.is og staðfestið þátttöku.
Enn er pláss fyrir fleiri iðkendur í yngri flokkum fyrir veturinn. Endilega hvetjið litla skautasnillinga til að koma og prófa! Æfingar fyrir leikskólabörn á miðvikudögum kl:17:15 og æfingar fyrir grunnskólabörn á miðvikudagögum og föstudögum kl:17:15. Skautaæfingar og skemmtilegir leikir á ís. Allt árið kostar einungis 25.000.- fyrir leikskólabörn en 39.000 fyrir grunnskólabörn, hægt að skipta greiðslum.