FRIÐARKERTI

Friðarkerti

 

Nú þegar skammdegið er skollið á höfum við ákveðið að taka upp friðarkertasölu.

Ágóðinn af sölunni er eyrnamerktur hverjum og einum og er ætlunin með þessari

 sölu sú að hjálpa fólki að safna upp í væntanlegar æfingabúðir næstkomandi sumar.

Pakkningin innheldur tvö kerti og er hún seld á 1000 krónur (500 kr. ágóði).

Kertin verða afgreidd í skautahöllinni á morgun laugardag á milli 11 og 13

og á sunnudaginn milli 17:30 og 19.

 

Hægt er að skila afgangskertum og verður tekið á móti þeim og peningunum verður svo sunnudaginn 2. nóv. klukkan 17:30

Sjáumst svo hressJ

                                                                                     Stjórnin

Helga Jóhanns keppir

Klukkan 18:45 í dag keppir Helga Jóhannsdóttir, SA á ISU Junior Gran Prix, en þær nöfnur Helga og Helga eru í Englandi, þar sem Helga keppir í Junior flokki kvenna fyrir Íslands hönd. Hægt er að fylgjast með henni í beinni útsengingu á netinu á slóðinni http://www.iceskating.org.uk/nisatvdemo 

 

 

 

FORELDRAFUNDUR v/ Bikarmóts ÍSS

Foreldrafundur verður í fundaherbergi skautahallarinnar í kvöld fimmtudag kl 20:00.

Forráðamenn A keppenda og 15 ára og eldri B, 14 ára og eldri B og 14 ára og yngri B eru boðaðir á þennan fund til að ræða fyrirhugaða ferð á Bikarmót ÍSS sem fram fer í Reykjavík 7.-9. nóv.

Nauðsynlegt er að sem flestir mæti.

Fyrir hönd stjórnar

Jóhanna

Hækkun á klósettpappír

Hækkun hefur orðið á klósettpappírnum sem við höfum verið að selja. Hann er núna í 3500 krónur.

Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að hafa samband við Allý í síma:895-5804

Aðalfundur foreldrafélags

Minnum á aðalfund foreldrafélags listhlaupadeildar SA miðvikudaginn 15. október. Fundurinn verður haldinn í fundarherbergi á 2. hæð Skautahallar og hefst kl. 20.00.

Dagskrá fundarins:

1. Skýrsla stjórnar

2. Skýrsla gjaldkera

3. Lög félagsins / Lagabreytingar.

4. Kynning/kjör á nýrri stjórn

5. Önnur mál.

 Hvetjum alla foreldra til að mæta

F.h foreldrafélags, Jóhanna K. Kristjánsdóttir.

´

Áríðandi fundur fyrir alla foreldra A-keppenda og 14 ára og eldri B- keppenda

Fimmtudagskvöldið 16. okt. kl. 20:00, verður fundur með foreldrum allra A -keppenda og 14 ára og yngri B - keppenda vegna keppnisferðar suður 7. -9. nóv. Fundurinn verður í fundarherberginu í skautahöllinni. Mikilvægt er að allir mæti því ræða þarf fyrirkomulag ferðarinnar.

Sjáumst hress

Stjórnin

Breytt plan á meðan Helga Margrét er í englandi

Helga Margrét er nú á leið til Englands að fylgja eftir henni Helgu Jóhannsdóttur sem er að keppa fyrir Íslands hönd. Á meðan hún er úti þjálfa Guðný og Óla að mestu leiti. Annars verða suma tíma einfaldlega einhverjir úr stjórn. Helga hefur hins vegar skilið eftir greinagott æfingaprógramm sem ætti að vera okkur hinum sem eftir sitjum nokkuð ljóst. Hér má sjá breytingarnar

úrslit leikja gærkvöldsins

Kvennaleiknum lauk með sigri Bjarnarins 6 - 1  og 2.flokks leiknum lauk með sigri SA 3 - 4.

Haustmót ÍSS úrslit

Haustmót ÍSS var haldið á Akureyri um helgina. 77 keppendur tóku þátt í mótinu frá Skautafélagi Reykjavíkur, Birninum og Skautafélagi Akureyrar. Mótið gekk vonum framar og stóðu norðlensku keppendurnir að vanda með stakri prýði. Félagið krækti í nokkur verðlaun á mótinu og eru hér úrslit í þeim flokkum: