Iðkendalisti 2007-8

Iðkendalisti Listhlaupadeildar 2007-8. Ef einhver nöfn vantar þá vinsamlega hafið samband annagj@simnet.is

 

Leikir gærkvöldsins

Í gærkvöldi voru spilaðir tveir leikir hér í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrri leikurinn var á milli Mfl. kvenna SA - Björninn og endaði hann með sigri SA kvenna 18 - 2.  Seinni leikurinn var á milli SA og Bjarnarins í 2.flokki, en sá leikur náði ekki fullri lengd því Bjarnarliðið yfirgaf leikvanginn á 55. mínútu leiksins en þá var staðan 8 - 3 fyrir SA.

Opinn tími og fleira

Opinn timi á miðvikudaginn 14. nóvember frá kl. 16:30 - 17:30. Þá er hægt að að koma og sækja perur til að selja.  Einnig er hægt að koma með skautakjóla og selja ef fólk vill.   Merkja þá með nafni og símanúmeri ef þeir eru skildir eftir hjá okkur.

Minnum einnig á dansinn. Síðasti skráningardagur 12. nóvember.

 Edea skautar nr.235 eru til sölu. Lítið notaðir. Upplýsingar gefur Allý í síma 895-5804

Dans og keppnisgjöld

Við viljum minna á skráninguna í dansinn. 6 vikna námskeið (1* í viku) fyrir ca3800-4000 krónur. Skráning á krikri@akmennt.is

Minnum einnig á að greiða keppnisgjöldin fyrir haust og bikarmótið 23.-25. nóvember.

Fréttabréf nóvember

Hér er að finna fréttabréf Listhlaupadeildar SA í nóvember. Við reynum með jöfnu milli bili að senda út fréttabréf frá þjálfurum og stjórn.

 

Nike auglýsing

Skoðið þessa auglýsingu....

Sokkabuxur

Er með nokkur pör af skokkabuxum (utan yfir skauta) til sölu. Passa á ca 12/13 ára og eldri. 2 gerðir. Anna sími 862-4759 eftir kl: 16:00

Bikar og Haustmót

Tímaplan fyrir Bikar og Haustmót hefur verið gefið út. Tímasetningar eru með fyrirvara um breytingar. Ef einhver sem hefur skráð sig í keppni ætlar ekki að keppa þá væri mjög gott að vita það sem allra allra fyrst.

Brynjumót 17. og 18. nóvember

Næsta barnamót, Brynjumótið er nú á næsta leiti eða þann 17. og 18. nóv. næstkomandi. Bara svona að minna á það svo allir geti farið að láta sig hlakka til.  (O;

Karlalandsliðið

"Denni" hefur nú valið úrtökuhópinn fyrir karlalandsliðið. Alls eru það 33 kvikindi sem berjast um sæti og verður það eflaust erfitt val að velja í hópinn, því hann er annsi föngulegur.