Bíóferð!

Næsta laugardag 3. nóvember verður bíóferð fyrir alla iðkendur listhlaupadeildarinnar. Í vali verður að fara á annað hvort Íþróttahetjuna eða Stardust. Þeir sem áhuga hafa skulu mæta í Nýja Bíó kl 17:30 og hafa með sér 700 kr. Innifalið í þessu verði er bíómiði, popp, kók eða svali. Hlökkum til að sjá alla!

 

 P.s. Þeir sem voru með í æfingabúðunum í sumar áttu inni ókeypis bíómiða og þurfa því ekki að borga sig inn. En þeir geta svo fengið popp, kók eða svala á 250 kr.

 

Þjálfarar og stjórn

Viðburðarík helgi að baki

Jæja, þá er þessi stór-hokkí-helgi að baki og hvunndagurinn tekur nú við. Fyrsta 3.fl. mótið var haldið hér á Akureyri og tókst að ég held með ágætum. Segja má að Björninn hafi komið séð og sigrað, með sigra í öllum leikjum, en SA drengir voru heldur lánlausir og töpuðu öllum sínum )O:   SA þakkar SR og Bjarnardrengjum fyrir komuna, og hlakkar til að mæta þeim aftur að 4 vikum liðnum og þá í Egilshöll.     Einnig voru spilaðir tveir leikir í mfl. á milli Narfans og SA og fór sá fyrri 0 - 22 fyrir SA og sá seinni 14 - 2 fyrir sömu.    Ekki má heldur gleyma sjónvarpsleiknum í gær sem sýndur var beint úr Egilshöll. Þetta var afar skemmtilegur og spennandi leikur og íþróttinni til mikils sóma og góð kynning. Bestu þakkir til allra sem gerðu þennan viðburð mögulegan.

Sporatími í fyrramálið

Sporatími í fyrramálið hjá 5. og 6. hóp fellur niður vegna hóps sem kemur í krullu.

skautabuxur

Er með á lager nokkrar svartar skautabuxur með rennilás á hliðunum (frá mjöðm og niður úr) þetta eru fínar buxur t.d. til að hita upp fyrir keppni. Þetta eru stærðir 128 (8 ára), 140 (10 ára), 152 (12 ára) og 176 (16 ára) Anna Guðrún sími 862-4759 eftir klukkan 16:00

S.A. vann fyrri leikinn gegn Narfa.

S.A. vann fyrri leikinn gegn Narfa 22-0. Seinni leikurinn verður í kvöld kl 20:45. ÁFram S.A.!!!!!

Skautaföt

Skautabuxurnar eru væntanlegar eftir ca 3 vikur og aðeins lengri bið eftir peysunum. Greiða þarf skautafötin í síðasta lagi 15. nóvember. Nánari upplýsingar hjá Allý í síma 895-5804

Keppnisgjöld

þegar greiða á keppnisgjöld er best að greiða þau inn á reikning listhlaupadeildar 0162-05-268545 kt: 510200-3060. Setja nafn iðkanda sem skýringu. það kemur í veg fyrir að mistök verði, s.s. að fólk sé rukkað um ógreidd gjöld. 

Skautatöskur

Getum enn reddað skautatöskum ef einhverjir vilja. Anna Guðrún sími 862-4759 eftir klukkan 16:00

Engar æfingar í dag!

Viljum minna alla á að allar æfingar falla niður í dag vegna hokkímóts!

Æfingar föstudaginn 26. október

Allar æfingar hjá öllum flokkum listhlaupadeildar falla niður föstudagin 26. október vegna hokkímóts.  Afísæfingar falla einnig niður hjá 4. 5. og 6. hóp þann dag.