Þá er komið að því!!!

Já gott fólk þá er loksins komið að því sem allir íslendingar hafa beðið eftir. Úrslit í meistaraflokki karla 2005-2006

Fyrsti leikur verður háður í kvöld, en það eru S.A. og S.R. spila til úrslita. Gengi S.A. í vetur hefur verið brösótt, en undir það síðasta hefur liðið verið að smella saman. S.R. hefur leikið vel í vetur og aðeins tapað einum leik, en það var gegn S.A. Leikurinn hefst kl 20:00 og verður spilaður í laugardalnum í Hilmarshúsi, við vonum að allir mætti og styðji sitt lið. ÁFRAM S.A.!!!!!!!

5., 6. og 7.fl.mót verður 8. og 9. apríl

Nú hafa SRingar boðið 5., 6. og 7.flokknum okkar til barnamóts helgina 8. og 9. apríl næstkomandi

Winnipeg Falcons unnu 1 : 9

Í morgun spiluðu SA stelpurnar seinni leikinn við stelpurnar í Winnipeg Falcons og töpuðu 1 : 9

Audrey búin að skauta frjálsa prógrammið!

Nú eru allir Svíþjóðarfararnir búnir að skauta!  Audrey var að klára frjálsa prógrammið fyrir stuttu og gekk  bara nokkuð vel.  Hún skreið aðeins upp stigann og fór úr 18 sæti upp í það 16.! 

Svo verður lagt af stað aftur heim klukkan 14:10 að staðartíma og er gert ráð fyrir að stelpurnar verði komnar til landsins um klukkan 15:20.  Að lokum verður svo síðasta vél til Akureyrar tekin! 

Breittur æfingastaður og tími

Á sunnudaginn 2. apríl verða æfingar 4., 5., 6. og 7. flokks í íþróttasal Síðuskóla og allir mæta kl. 11,00 og eru til 12,30.  Farið verður í bandí og fleira skemmtilegt. áður var sagt oddeyrarskóla en sá salur var upptekinn og er beðist velvirðingar á því.   kveðja........stjórnin

LANDSLEIKUR Í KVÖLD!!

ÍSLAND - WINNIPEG FALCONS !!!!

kl. 18:00 í Skautahöllinni

Audrey lauk keppni í stutta prógrammi í dag!

Audrey Freyja lauk keppni í stutta prógrammi í Junior flokki í dag og gekk mjög vel.  Hún var fyrst á ísinn sem er alltaf smá pressa, en hún gerði vel og gerði engin stór mistök!  Hún var 19. af 20 keppendum og er það frábær árangur!!  Hún keppir svo á morgun með frjálsa prógrammið. 

SA - Winnipeg Falcons

Leikur nr. 2 kl. 10,00 á sunnudagsmorgun 2. apríl

Guðný lauk keppni í morgun!

Guðný Ósk lauk keppni fyrir stuttu.  Hún keppti með frjálsa prógrammið og stóð sig vel.  Hún lenti öll stökkin sín og skautaði vel.  Hún keppti í Novice B og var keppnin hörð.  Hún varð númer 10 af 10 skauturum, en jafnframt góður árangur!

S.A:-Fálkarnir

Í gærkvöldi áttust við Skautafélag Akureyrar og Fálkarnir frá Winnipeg í Skauthöllinni á Akureyri. Leiknum lauk með 0-4 sigri Fálkanna.