Karfan er tóm.
Nú er skautatímabilinu hjá 4. flokki a, b og c lokið í bili! Við viljum þakka börnunum fyrir skemmtilegan vetur og vonumst eftir að sjá sem flesta og helst alla á næsta skautatímabili.
Kveðja frá Helgu, Audrey, Ástu, Heiðu, Eriku og stjórn listhlaupadeildarinnar!
Mánudagurinn 24. apríl
15-16: 2. flokkur (afís milli 16 og 17)
16-17: 1. flokkur
17-18: M flokkur
18-19: 3. flokkur S og H
Þriðjudagur 25. apríl
15-16: M og 1. flokkur (afís milli 16 og 17)
Frá miðvikudegi fram á sunnudag verða afísæfingar og koma þær bráðlega inn á síðuna!
Síðustu 10 daga eða svo hafa sterkustu þjóðir heims att kappi í Svíþjóð í baráttu um heimsmeistaratitil unglingalandsliða (U18).
Vorsýning listhlaupadeildar!
Á morgun sumardaginn fyrsta kl. 17:00 er vorsýning listhlaupadeildarinnar sem ber heitið“ Disney á ís” þar sem allir iðkendur munu koma fram. Allir eru velkomnir og er aðgangseyrir kr 500 fyrir 12 ára og eldri en börn fá frítt. Foreldrafélagið mun bjóða upp á veitingar meðan á sýningu stendur gegn vægu gjaldi. Við viljum biðja alla iðkendur sem sýna að koma ekki seinna en kl. 16:00 og vera klárir í búningum og skautum um leið og sýning byrjar kl. 17:00.
Einnig viljum við bjóða öllum iðkendum í Vorgleði sem verður haldin í skautahöllinni á laugardaginn nk. kl. 12!
Við hlökkum til að sjá ykkur!