Fálkarnir komnir til landsins

Kanadíska kvennaliðið sem ætlar að spila tvo leiki hér í Skautahöllinni á Akureyri nk. fimmtudag við SA og svoi við landsliðið á laugardag kom til landsins í gærmorgun. Liðið leikur hér undir merkjum Winnipeg Falcons.

U18 strákarnir komnir heim

Strákarnir í U18 liðinu eru komnir til landsins. Norðlenskir leikmenn liðsins koma með vél Flugfélagsins til Akuryerar núna milli kl. 18:00 og 19:00 (í dag 22.03.06)

Mót 4. flokks í Skautahöllinni í Rvk. 24. -26. mars 2006

Mót 4. flokks í Skautahöllinni í Rvk. 24. -26. mars 2006.     Dagskrána má skoða hér

Vegna ferðar til Rvk. næstu helgi verðum við í Skautahöllinni (fundarherbergi) miðvikudaginn 22. mars  frá kl. 20:00-21:00.  og tökum á móti greiðslu sem er kr. 10.000,-  Þeir sem eiga inneign í sjóð geta látið það ganga upp í greiðslu. Ath. ekki er hægt að greiða með korti.  Einnig munum við afhenda lista yfir það sem þarf að hafa með. Allar nánari upplýsingar veitum við á morgun í fundarherberginu.

Breyttir æfingatímar á föstudaginn!

Vegna Vinamóts verður breyting á æfingum föstudaginn 24. mars. 

Æfingar, bæði ís og afís, falla niður hjá 2. flokki á föstudaginn og mætir í staðinn 3. flokkur S og H í þeirra tíma, milli 16 og 17!  Æfingar haldast samt sem áður óbreyttar hjá 1. og M flokki þennan dag.

Allar æfingar hjá öllum flokkum falla svo niður laugardaginn 25. mars vegna Vinamótsins en við vonumst eftir að sjá sem flesta á mótinu til að hvetja okkar keppendur!

Keppendur okkar á Vinamóti 2006!

Myndir. U18

Hér er hæht að sjá nokkrar myndir frá leik u18 gegn Litháum.  http://www.stud.ktu.lt/~jolfank/xok1

 

Aukaæfingar!

Á morgun sunnudaginn 19. mars verða aukaæfingar fyrir 2., 1. og M flokk.  Á þessum æfingum verður rennt í gegnum prógrömm og hvet ég alla til að mæta í kjólum.  2. flokkur mætir kl. 10-11, 1. flokkur 11-12 og M flokkur 12-13!

Úrslitaleikur í meistaraflokki kvenna

Á næsta laugardag verður spilaður úrslitaleikur Íslandsmótsins í mfl. kvenna í Egilshöll kl: 19,00. Liðin eru nánast jöfn að stigum, Björninn með 11 stig en SA 10 svo það er alveg víst að liðin munu leggja allt sitt í leikinn og þetta verður örugglega hin besta skemmtun á að horfa. ÁFRAM SA STELPUR !!

Svíþjóðarferð!

Þann 30. mars nk. munu nokkrir iðkendur Meistaraflokks fara til Svíþjóðar að keppa.  Þessi keppni heitir Hans Lindh Trophy og er þetta í fyrsta sinn sem hópur iðkenda úr listhlaupadeildinni fer út að keppa en keppnin er skipulögð af  foreldrum!  Stelpurnar munu keppa í flokkunum Springs B, Debs B, Novice B og Junior A.

Raðast keppendur í flokkana sem hér segir: 
Springs B: Birta Rún Jóhannsdóttir, Helga Jóhannsdóttir og Urður Ylfa      Arnarsdóttir. 
Debs B:  Ingibjörg Bragadóttir, Sigrún Lind Sigurðardóttir og Telma              Eiðsdóttir. 
Novice B: Guðný Ósk Hilmarsdóttir. 
Junior A: 
Audrey Freyja Clarke. 

Breytingar hjá 1. og M flokki

Breyting hefur orðið á tímum hjá 1. og M flokki á sunnudögum og tók sú breyting gildi í gær.  1. flokkur mætir kl 17 á ís og á afís kl 18, M flokkur mætir kl 18 á ís og 19 á afís. 

Það er líka komið inn skipulag á af ís hjá þessum flokkum.