Afmæli!!

Jæja þá er komið að því hjá honum Sigga Sig. Hann er orðinn 30 ára gamall og er orðin löggiltur old-boys leikmaður.  Við hjá S.A. óskum honum til hamingju með afmælið.

Síðasti heimaleikur mfl.karla á næsta laugardag kl.17,00

Á laugardaginn 25. feb. spilar SA sinn síðasta heimaleik í undankeppni Íslandsmótsins. Leikurinn er gegn Birninum og alveg öruggt að þetta verður spennandi leikur og eru allir hvattir til að mæta og hvetja sína menn.

Karlalið Kanada á heimleið

Kanadísika landsliðið tapaði 2-0 á mót Rússum.

Foreldradagur!

Foreldradagur!

Miðvikudaginn 1. mars kl 18 eða á sjálfan öskudaginn verður foreldradagur hjá 3. og 4. flokki!  Mömmum, pöbbum og systkinum er boðið á skauta og eru allir hvattir til að mæta í búningum!  Þetta er tilvalið tækifæri til að hitta þjálfarana og stjórn listhlaupadeildarinnar svo og meðlimi foreldrafélagsins.  Við viljum benda á að æfingin milli 15 og 16 hjá 3. flokki fellur niður vegna foreldradagsins.  Við hlökkum til að hitta ykkur!

Aukaæfingar fyrir keppendur!

Aukaæfingar fyrir M, 1. og 2. flokk!

 

Aukaæfingar verða á fimmtudaginn fyrir M, 1. og 2. flokk.  Það er áríðandi að allir mæti sem eru að fara að keppa því þetta er síðasta æfing fyrir mót! 

 

kl. 6-8 (um morguninn):                M flokkur og 1. flokkur

kl. 20-21:                                           2. flokkur

kl. 21-22:                                           1. flokkur

kl. 22-23:                                           M flokkur
""

Frábær útivist í Hrísey

Hér má skoða myndir frá útiskautunar ferð til Hríseyjar í dag sem 5., 6. og 7.fl. fóru ásamt foreldrum samtals 68 manna hópur. Veðrið lék við mannskapinn og Aðalsteinn Bergdal og Dísa tóku á móti hópnum af miklum rausnarskap og kunnum við þeim allra bestu þakkir fyrir móttökurnar og aðstoðina. Nokkuð öruggt má telja að þessi ferð verði þátttakendunum lengi í minni.

2.fl. tapaði fyrir Birninum í morgun

Eftir að hafa spilað hörkuleik seint í gærkvöldi gegn SR þá höfðu þreyttir SA menn ekki erindi sem erfiði gegn óþreyttum Bjarnarmönnum í morgun kl: 9,00 og töpuðu 10 : 3.

2.fl. SR steinlá fyrir SA í kvöld 1 : 5

Þeir leika svo við Björninn í fyrramálið kl.9,00. Til hamingju strákar, þið getið þetta  ;O)

Útiskautaæfing í Hrísey

Það verður farið í fyrramálið 19. kl.8,55 frá skautahöllinni

Hríseyjarferð

Fyrirhuguð er útiskautaæfing til tilbreytingar í formi skautaferðar út í Hrísey með 5., 6. og 7. flokk.  Stefnt er að því að fara næsta sunnudag þegar veður leyfir og verður því fyrirvarinn e.t.v. stuttur.  Foreldrar og systkini eru að sjálfsögðu VELKOMIN í ferðina, en ekki er hægt að taka systkin með nema í fylgd foreldris. Við stefnum á næsta sunnudag 19. febrúar. ef veður verður skaplegt, en annars á næsta sunnudag sem á eftir kemur með góðu veðri.

Úrslit í leik 2.flokks í gær

Úrslit leiksins urðu þau að SR unnu með 9 mörkum gegn 5 mörkum SA manna.