Björninn - SA 2:6

Í gær laugardag, kl. 16,00 fór fram viðureign í meistaraflokki karla Björninn - SA og úrslit urðu þau að SA vann 2 gegn 6

Engin 3.fl. æfing í dag

Í dag kl. 17,00 er krullumót á svellinu og því fellur 3.fl. æfingatíminn niður.

Kæru foreldrar/forráðamenn! 5. 6. og 7. flokks barna

Nú er komið að fyrri ferð yngri krakkanna til Reykjavíkur (Egilshöll) og verður hún helgina 20.-22. janúar.  Lagt verður af stað eftir hádegi föstudaginn 20. jan. og komutími sinnipartinn þann 22.  Þeir sem ætla að leyfa börnunum sínum að fara með verða að láta vita í síðasta lagi föstudaginn 13. janúar á netföngin solveighulda@plusnet.is eða baejarv@centrum.is 

Litháen-Ísland 5-2 (1-1, 3-0, 1-1)

Strákarnir í U20 liðinu okkar töpuðu fyrir gestgjöfunum í leik sem lauk síðdegis í dag. Litháarnir voru vel samæfðir og geysilega snöggir í öllum aðgerðum að auki nutu þeir þess að hafa hvílst í gær. 

SA-Björninn í Kvennaflokki og 3. flokki

SA tók á móti kvennaflokki og 3. flokki Bjarnarins í gær. 

Ísland-Búlgaría 11-0

Strákarnir leggja Búlgara að velli

Kvennaflokkur SA - Björninn

Á morgun kl: 17,00 verður 5. leikurinn á milli SA og Bjarnarins í kvennaflokki. Fyrstu 3 leikirnir unnust með miklum mun, fyrst Björninn en svo SA tvisvar. Síðasti leikur var hinsvegar mun jafnari eða 5:4 fyrir SA svo það stefnir í hörku baráttu og ekki endilega víst fyrirfram hvernig fer svo það verður örugglega gaman að fylgjast með.

Á hokkíleiknum á morgun kl: 17,00 verður kveðjukaffi og kökur í boði Skautafélagsins á meðan á leik stendur, en Denni "okkar" er að hætta störfum í höllinni og ætlar að snúa sér að öðru eftir langt og farsælt starf. SA þakkar Denna samstarfið og óskar honum góðs gengis á nýrri slóð.

Strax á eftir kvennaleiknum verður svo leikur í 3.flokki á milli SA og Bjarnarins.

U20: Ísland-Tyrkland 16-1 (7-0, 2-1, 7-0)

Óstaðfest úrslit í leik Íslands og Tyrklands sem fram fór í Kaunas fyrr í dag eru 16 - 1 Íslandi í vil.

Audrey skautakona ársins!

Í gær, 3. janúar, var Audrey Freyja Clarke valin skautakona ársins! Er þetta þriðja árið í röð sem Audrey hreppir þennan titil.  Til hamingju!

Armenía - Ísland: 0-50 (0-19, 0-9, 0-22)

Strákarnir í U20 höfðu algjöra yfirburði í fyrsta leik sínum gegn Armeníu. Orri Blöndal einn af þremur nýliðum frá SA í liðinu var maður leiksins skv. frétt á ÍHÍ.