Karfan er tóm.
Á málþingi Norðurorku sem haldið var í dag 29. desember var Skautafélagi Akureyrar afhentur styrkur, kr. 1.000.000,- til minningar um Magnús E. Finnsson fyrrverandi formann Skautafélagsins.
Skautafélag Akureyrar sendir Norðurorku hf. innilegar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Í dag 28. des kl. 16:00 verður hið árlega hóf þar sem veitt verða verðlaun og viðurkenningar til þeirra sem hafa orðið íslandsmeistarar á árinu. Einnig verður tilkynnt hver hlýtur titilinn íþróttamaður Akureyrar árið 2005. Allir íslandsmeistarar SA á árinu eru að sjálfsögðu velkomnir.
Jæja nú er jólafrí skollið á eftir vel heppnaða Jólaþrauta-Skemmtun í gær. Jólafríið byrjar með aldeilis góðum fréttum fyrir hokkíunnendur norðan heiða og auðvitað víðar því ég var að lesa á IHI síðunni að íshokkífólk ársins hefðu verið kosin þau Birna Baldurs. og Jón Gísla. "okkar" (o: Skautafélag Akureyrar óskar þeim innilega til hamingju með verðskuldaða titla. Íshokkíæfingar hefjast svo aftur á fullu fimmtudaginn 5. janúar. Hér er tengill á IHI fréttina
Hokkístjórnin sendir ykkur öllum óskir um Gleðileg Jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir það sem er að líða.