16.05.2018
Vorsýning Listhlaupadeildar verður heldur betur vegleg í ár en þema sýningarinnar verður Grease í tilefni af 40 ára afmæli kvikmyndarinnar. Sýningin verður föstudaginn 1. júní og hefst kl. 18.00. Veitingar verða til sölu á sýningunni en aðgangseyrir er 1500 kr. fyrir 13 ára og yngri, 1000 kr. fyrir ellilífeyrisþega og 6-12 ára en frítt inn fyrir 5 ára og yngri. Hér er hægt að sjá auglýsingu sýningarinnar á facebook síðu listhlaupadeildar.
16.05.2018
Um helgina verðu leikið vinamót heldri manna liða í Skautahöllinni þegar Canadian Moose liðin koma í heimsókn til okkar. OldBoys, Vanir og Valkyrjur taka þátt í mótinu en Moose eru með bæði kvenna og karlalið. Leikirnir hefjast á föstudag en leiknir verða 2 leikir föstudagskvöld, 4 leikir á laugardag og 3 á sunnudag. Hér má sjá dagskrá mótsins.
15.05.2018
Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar fimmtudaginn 24. maí kl. 20.00 í fundarherbergi Skautahallarinnar. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
10.05.2018
Aljóðlega krullumótið Ice Cup fer nú fram í Skautahöllinni á Akureyri en setning mótsins fór fram í Norðurslóðasetrinu í gærkvöld og fyrstu leikir hófust í morgun. Yfir 50 erlendir keppendur í 13 liðum frá 6 löndum keppa á mótinu ásamt sjö íslenskum liðum. Það er Krulludeild Skautafélags Akureyrar sem stendur fyrir mótinu og er þetta í fjórtánda sinn sem mótið er haldið en það stækkar með hverju árinu. Mótið hófst klukkan 9 í morgun en því lýkur á laugardag með úrslitaleikjum sem hefjast milli kl. 14 og 15. Dagskrá mótsins má finna hér fyrir neðan en bein útsending er frá mótinu á heimasíðunni okkar. Við hvetjum fólk eindregið til þess að koma líta á keppnina en fyrir utan hörku spennandi keppni og litríka búninga liðanna þá eru veitingarnar sem seldar eru í sjoppunni ekki af verri endanum, íslensk kjötsúpa og fleira á mjög svo hóflegu verði.
08.05.2018
Aðalfundur Hokkídeildar Skautafélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 17. maí kl. 20,00 í fundarherbergi Skautahallarinnar.
07.05.2018
4. flokkur Skautafélags Akureyrar varð Íslandsmeistari í bæði A og B liðum nú um helgina þegar síðasta Íslandsmóti vetrarins var haldið í Egilsthöll. Í keppni A-liða var sigurinn nokkuð öruggur en liðið vann 11 leiki af 12 leikjum á tímabilinu. Glæsilegur árangur hjá góðum liðum. Til hamingju 4. flokkur!
04.05.2018
Aðalfundur listhlaupadeildarinnar verður haldinn 15. maí nk. kl. 20.00 í fundarherbergi skautahallarinnar
30.04.2018
Met mæting var á byrjendanámskeið Skautafélagsins sem hófst í dag en um 60 börn á aldrinum 4-7 ára mætu á svellið. Námskeiðið hefur verið haldið á þessum tíma árs um nokkurt skeið og gefist vel en þetta er í fyrsta skipti sem íshokkídeild og listhlaupadeild sameinast um að halda námskeiðið saman að vori. Um 30 krakkar voru mættir á ísinn hjá hvorri deild fyrir sig og þjálfararnir áttu í nógu að snúast. Börnin fóru heim með eitt stórt bros eftir að hafa stigið yfir stóra þröskuldinn enda flest að skauta í fyrsta sinn en sum þeirra höfðu beðið þessa dags með óþreyju um langt skeið. Námskeiðið heldur áfram á miðvikudag á sama tíma kl. 16.30-17.15 en námskeiðið telur 8 æfingar og kostar 3000 kr. Það er enþá hægt að skrá börn á námskeiðið í listhlaupi en skráning fer fram hjá Ólöf í netfangið gjaldkeri@listhlaup.is. Það er biðlisti á námskeiðið hjá hokkídeild en skráning á biðlistan má senda á netfangið hockeysmiley@gmail.com
27.04.2018
Byrjenda skautanámskeið í listhlaupi og íshokkí fyrir hressa 4-7 ára krakka hefst á mánudag. Námskeiðið telur 8 skipti og verðið litlar 3000 kr. þar sem allur búnaður er innifalinn. Æfingarnar eru alltaf kl 16.30-17.15 og dagsetningarnar eru 30. apríl, 2. maí, 14. maí, 16. maí, 23. maí, 25. maí, 28. maí og 30. maí. Skráningar í íshokkí fara fram hjá Söruh Smiley á netfangið hockeysmiley@gmail.com og skráningar í listhlaup hjá Ólöf á netfangið gjaldkeri@listhlaup.is
23.04.2018
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí hefur keppni á HM í Tilburg í Hollandi í dag. Ísland mætir Ástralíu í opnunarleik mótsins en Ísland hafnaði í fimmta sæti á mótinu í fyrra á meðan Ástralía hafnaði í öðru sæti. Leikurinn á morgun hefst kl 11.00 á íslenskum tíma og er í beinni útsendingu hér.