17.01.2019
Árni Grétar Árnason var valinn krullumaður ársins.
17.01.2019
Kjöri íþróttamanna Akureyrar var lýst í Hofi í gær við hátíðlega athöfn og var íshokkíkonan Silvía Rán Björgvinsdóttir úr SA í 2. sæti. Silvía bætti þar með enn einni rósinni í hnappagatið hjá sér en þetta eru fimmtu verðlaunin sem hún hlýtur fyrir frammistöðu sína á árinu 2018. Hún var valinn besti sóknarmaður Heimsmeistaramótsins á Spáni, valin íshokkíkona íshokkídeildarinnar, íshokkíkona ársins hjá ÍHÍ, íþróttakona SA og svo núna í 2. sæti í Íþróttakonu Akureyrar. Við óskum Silvíu hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu.
15.01.2019
Silvía Rán Björgvinsdóttir og Jóhann Már Leifsson hafa verið hlotið nafnbótina íþróttakona og íþróttakarl SA fyrir árið 2018. Bæði tvö voru valin íshokkífólk íshokkídeildarinnar á dögunum en einnig íshokkífólk ársins hjá Íshokkísambandi Íslands. Þau eru því tilnefnd af Skautafélaginu til íþróttafólks Akureyrar 2018 en kjörið fer fram miðvikudaginn 16. janúar kl. 17.30 í Hofi en öllum bæjarbúum er boðið í kjörið.
14.01.2019
Íshokkílandslið U-20 hefur keppni í dag á heimsmeistaramótinu í 3. deild sem fram fer í Laugardal og stendur yfir fram á næsta sunnudag. Ísland mætir Ásralíu í fyrsta leik sínum en leikurinn hefst kl. 17.00 og er sýndur í beinni útseningu hér.
14.01.2019
Þá eru þær stöllur Júlía Rós Viðarsdóttir, Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Darja Zaychenko þjálfari komnar heim að lokinni fer á International childrens winter game sem fram fóru í Lake Placid í Bandaríkjunum í síðustu viku.
03.12.2018
Fyrri keppnisdeginum á Íslandsmótinu og fyrri keppnisdeginum á Íslandsmeistaramótinu í listhlaupi fór fram á laugardag en þar hófst keppnin með keppnisflokknum chicks. Þar áttum við einn keppanda hana Berglindi Ingu. Því næst fór fram keppni í hópnum cups. Þar áttum við líka einn keppanda hana Sædísi Hebu. Þær stóðu sig gríðarlega vel, en í yngstu hópunum er ekki raðað í sæti.
30.11.2018
SA Víkingar taka á móti Birningum/Fjölni á morgun, laugardaginn 1. desember kl. 16.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Leikir liðanna hafa verið virkilega jafnir og spennandi í vetur svo búast má við hörkuleik. Mætum í höllina og styðjum okkar lið til sigurs! Aðgangseyrir 1000 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri.
29.11.2018
Íslandsmótið/Íslandsmeistaramótið í listhlaupi verður haldið í Egilshöll helgina 1. og 2. desember.
19.11.2018
SA Víkingar taka á móti SR í topslag Hertz-deildar karla þriðjudagskvöldið 20. nóvember kl. 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. SR er á miklu flugi þessa daganna og erum með 11. stig á topi deildarinnar en SA Víkingar fylgja í humátt á eftir með 8 stig og hafa spilað tveimur leikjum minna en SR og geta því með sigri jafnað SR að stigum. Það er hægt að nálgast Víkinga boli og derhúfur úr forpöntun í sjoppunni á meðan leik stendur. Aðgangseyrir 1000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri.
18.11.2018
Kvenna lið Skautafélags Akureyrar vann sannfærandi sigur á liði Reykjavíkur, 7-0, í gærkvöld á heimavelli sínum í Skautahöllinni á Akureyri. SA hafa því fullt hús stiga úr fyrstu þremur leikjum vetrarins. Skautafélags Akureyrar átti 69 skot á mark Reykjavíkur á Karítas Halldórsdóttur sem stóð vaktina í marki Reykjavíkur. Átti hún á köflum stórleik og sýndi flott tilþrif á milli stanganna.