Sigur í 4. leik úrslita

Í gær fór fram 4. leikurinn í úrslitaeinvígi SA og SR í Íslandsmóti karla í íshokkí.  SA gerði sér lítið fyrir og sigraði með tveimur mörkum gegn einu og náði þar með að knýja fram 5. leikinn sem verður hreinn úrslitaleikur. 

Leikurinn fer fram á morgun, þriðjudaginn kl. 19:00 hér í Skauthaöllinni á Akureyri.  Leikurinn í gær mjög spennandi og bar þess greinileg merki að vera mikilvægur úrslitaleikur.  Allt var í járnum fyrstu tvær loturnar en þær urðu báðar markalausar.

Vinamót SA

Vinna við undirbúning fyrir Vinamót SA er á miklu flugi núna, drög að dagskrá liggur fyrir auk þess sem búið er að draga í keppnisröð.

5.urslitaleikur2011_150x150_p1_640

Íslandsmótið: 10. umferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 7. mars, fer fram tíunda umferð Íslandsmótsins.

Sigur í þriðja leik úrslita

Skautafélag Akureyrar bar sigur úr býtum í þriðju viðureign SA og SR í úrslitakeppninni, sem fram fór í gærkvöldi.  Leikurinn fór fram hér í Skautahöllinni á Akureyri og var vel sóttur af áhorfendum auk þess sem hann var sýndur beint á sjónvarpsstöðinni N4.


Það var að duga eða drepast fyrir SA í þessum leik og liðið stóðst álagið í jöfnum og spennandi leik.  Líkt og í síðasta leik var markaskorun í lágmarki og leiknum lauk með 3 – 2 sigri SA, sama markatala og síðast en nú réttu megin.
Það voru SR-ingar sem hófu leikinn með marki á 8. mínútu þegar bæði lið spiluðu einum leikmanni færri, en þar var á ferðinni Björn Sigurðsson.  SA svaraði fyrir sig með tveimur mörkum með stuttu millibili, það fyrra frá Jóhanni Leifssyni eftir sendingu frá Jóni Gíslasyni og það síðara frá Gunnari Darra Sigurðssyni eftir sendingu frá Steinari Grettissyni.  Leikar stóðu því 2 – 1 eftir fyrstu lotu. 

Myndir úr 3. leik í úrslitum.

Þá eru komnar myndur úr 3. leik í úrslitum, bara smella hér.

3. leikur i urslitum, SA VANN, 3-2!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Her ad nedan verdur sagt fra atvikum jafnodum, bidjumst afsokunar a skorti a islenskum stofum. Leikurinn er einnig i beinni a N4, sja a www.n4.is og i digital sjonvarpsutsendingu.

Íslandsmótið: Garpar með tveggja vinninga forskot

Garpar með enn einn sigurinn, Mammútar eiga leik til góða.

Íslandsmótið: 9. umferð

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 2. mars, fer fram níunda umferð Íslandsmótsins.

Ósigur í 2. leik úrslita

Leikur nr. 2 fór fram í Reykjavík á þriðjudagskvöldið.  Leikurinn var jafn frá upphafi til enda og varnarleikurinn í fyrirrúmi hjá báðum liðum.  SA átti fyrsta markið og kom það í 1. lotu, en jöfnunar mark SR kom ekki fyrr en í 3. lotu.  Skömmu síðar komust þeir yfir en við jöfnuðum leikinn aftur í "power play" skömmu fyrir leikslok.

Það voru svo gestgjafarnir sem skoruðu gullmark um miðbik framlengingar og þar með var staðan orðin 2 - 0 í einvíginu og óhætt að segja að við séum komnir með bakið upp við vegg.