Sigur í 4. leik úrslita
Í gær fór fram 4. leikurinn í úrslitaeinvígi SA og SR í Íslandsmóti karla í íshokkí. SA gerði sér lítið fyrir og sigraði með tveimur mörkum gegn einu og náði þar með að knýja fram 5. leikinn sem verður hreinn úrslitaleikur.
Leikurinn fer fram á morgun, þriðjudaginn kl. 19:00 hér í Skauthaöllinni á Akureyri. Leikurinn í gær mjög spennandi og bar þess greinileg merki að vera mikilvægur úrslitaleikur. Allt var í járnum fyrstu tvær loturnar en þær urðu báðar markalausar.