Myndir úr föstudagsleiknum.

Myndir úr leik Valkyrja og SR eru hér.

Valkyrjur - SR - leik lokið: 4 - 1

Nú stendur yfir seinni viðureign Valkyrja og SR þessa helgina og nú er um að ræða miklu jafnari viðureign en í gær.  Nú þegar 2. lota er hálfnuð er staðan enn 0 - 0 en þó eru Valkyrjur mun meira í sókn, en SR-konur verjast vel.  Töluverð barátta er í báðum liðum og leikurinn er skemmtilegur og miðað við lætin þá hlýtur að fara að draga til tíðinda.

MARK!  Díana Björgvinsdóttir kemur Valkyrjum yfir á 32:08 með aðstoð frá Hrund Thorlacius.... og svo annað mark...

Valkyrjur - SR - leik lokið: 10 - 2

Nú stendur yfir leikur Valkyrja og SR hér í Skautahöllinni á Akureyri.  Staðan eftir fyrstu lotu er 1 - 1 en það voru gestirnir sem náðu forystunni strax á uppahafsmínútunum þegar lánsleikmaðurinn Silvía Björgvinsdóttir skoraði og opnaði markareikninginn.  Það var svo Sarah Smiley sem jafnaði fyrir Valkyrjurnar um miðbik lotunnar.  Það eru því norðanstúlkur sem eru í aðalhlutverki en það breytir ekki því að Valkyrjur verða að bretta upp ermar og gera eitthvað að viti í næstu lotu.  Þá er önnur lota búin...

Á svellið stelpur - konur krulla

Nýtt ár, nýjar konur á svellið! Krulludeild Skautafélags Akureyrar hyggur á átak til að fjölga konum í íþróttinni.

Foreldrafundur A, B og C

Foreldrafundur verður haldin mánudagskvöldið 13 desember fyrir foreldra A, B og C iðkendur klukkan 18.00. Fundurinn verður haldinn í fundarherbergi skautahallarinnar. Umræðuefni á fundinum er mót eftir áramót (innlend sem erlend), skautabúðir (hér á landi eða erlendis), hópaskiptingar og fl.

Val á krullumanni ársins

Nú er komið að því að krullufólk velji leikmann ársins úr sínum röðum og verður tekin upp ný aðferð við valið.

Bikarmótið: Fálkar og Garpar í úrslit

Fálkar og Garpar unnu leiki sína í undanúrslitum Bikarmótsins.

Aðventumót Krulludeildar - 3. og 4. umferð

Þriðja og fjórða umferð Aðventumóts Krulludeildar fara fram í kvöld, miðvikudagskvöldið 8. desember ef nægilega margir þátttakendur verða (lágmark 4).

Bikarmót Krulludeildar - undanúrslit

Undanúrslit Bikarmóts Krulludeildar fara fram í kvöld, miðvikudagskvöldið 8. desember.

Tvíhöfði hjá Valkyrjum um helgina

Um helgina mætir kvennalið Skautafélags Reykjavíkur hingað til Akureyrar til þess að etja kappi við Valkyrjurnar.   Spilaðir verða tveir leikir, sá fyrri á föstudagskvöldinu og sá síðari á laugardaginn kl. 17:30.  SR liðið er nýtt í deildinni, en gerði sér lítið fyrir og lagði Ynjurnar að velli með einu marki í síðustu viðureign liðanna.  Liðið er að mestu skipað nýliðum í íþróttinni en inni á milli leynast reynslumeiri leikmenn, er þar má m.a. nefna markvörðinn hana Margréti sem spilaði með SA í fyrra og einnig hana Öggu sem hefur verið einn helst markaskorari í kvennadeildinni undanfarin ár.