Víkingar unnu Jötna í kvöld

Í kvöld mættust í Skautahöllinni á Akureyri í býsna skemmtilegum leik Víkingar og Jötnar.  Þeir fyrrnefndu voru sterkari aðilinn að þessu sinni en Jötnar voru óvenju sprækir og gerðu oft harða hríð að marki Víkinga.  Jötnar skoruðu alls 4 mörk, en þar voru að verki Helgi LeCunt með tvö mörk, Elvar Jónsteinsson með eitt og Sigmundur Sveinsson með eitt.

Annað markið hans Helga var í skrautlegi kantinum því eftir að hafa komist einn gegn tók hann skot sem geigaði og fór í rammann fyrir aftan, þaðan til baka í Ómar markmann og inni í markið.  Sjálfsmark hjá Ómari, en mark hjá LeCunt engu að síður.  Markið hans Elvar var jöfnunarmark í 1 - 1 en það kom eftir að hann pressaði vel á Ingvar Jónsson, stal af honum pekkinum í krísunni og gólfsveiflaði pekkinum í skeytin fram hjá Ómari.  Það er skemmst frá því að segja að Ómari var skipt út fyrir Veigar Árnason um miðbik leiksins.

Slóð á útsendingu

http://www.ustream.tv/channel/jotnar-vikingar-040111

LIVE show

 

 

Jötnar mæta Víkingum í kvöld kl. 19.30

Í kvöld kl hálf átta spila Jötnar gegn Víkingum. Í síðasta leik liðanna tóku Víkingar Jötna í kennslustund og unnu 12-2 en leikinn þar á undan unnu Jötnar með þremur mörkum gegn tveimur svo þarna er greinilega ekkert sjálfgefið og vel þess virði að leggja leið sína í höllina og skemmta sér yfir góðum hokkíleik. Við verðum með prufuútsendingu á netinu live í mynd, tengill verður settur inn á eftir.

Nýársmót Krulludeildar - upphitun fyrir Íslandsmótið

Nýársmót Krulludeildar hefst miðvikudagskvöldið 5. janúar.

Íþróttafólk ársins 2010

Aðalstjórn heiðraði á dögunum sitt besta íþróttafólk árið 2010 og boðið var til kaffisamsætis í Skautahöllinni að því tilefni.  Fyrst stóðu allar deildir fyrir vali á sínu íþróttafólki en fyrir valinu urðu;
Krullumaður ársins:  Jens Gíslason
Listhlaupari ársins:  Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir
Íshokkíkona ársins:  Guðrún Blöndal
Íshokkímaður ársins:  Jón Gíslason

Þegar val deildanna lá fyrir beið aðalstjórn það vandasama verk að velja íþróttamann félagsins 2010 sem síðan mun halda áfram í valið um íþróttamann Akureyrar 2010.  Aðalstjórn valdi Jón Benedikt Gíslason sem íþróttamann Skautafélags Akureyrar 2010 og er hann líkt og hin sem heiðruð voru, vel að sínum titli kominn.  Jón á að baki glæsilegan feril í íshokkí, ekki síst á árinu sem var að líða, sem fyrirliði Íslandsmeistaraliðsins og sem bronsverðlaunahafi með landsliðinu frá Heimsmeistaramótinu í vor og síðast en ekki síst íshokkímaður ársins hjá Íshokkísambandi Íslands.

 

Samherjastyrkur - þakkir.

Í gær veitti útgerðarfyrirtækið Samherji á Akureyri styrki til ýmissa samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu samtals upp á 75 milljónir króna. Flestir styrkirnir eru gagngert veittir til að efla barna- og unglingastarf í íþrótta- og æskulýðsfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu og er þetta þriðja árið í röð sem Samherji veitir þessa styrki.

Skautafélag Akureyrar hefur notið þessa framlags og gær tók undirritaður við styrkloforði samtals að upphæð kr. 3,2millj.  Styrkurinn er tvískiptur því annars vegar er um að ræða kr. 2.500.000.- til barna og unglingastarfs sem gagngert er notað til þess að greiða niður æfingagjöld barna og unglinga 16 ára og yngri.  Skautafélagið hefur haft þann háttinn á undanfarin tvö ár að útdeila styrknum haustið eftir veitingu og deila honum jafnt til iðkennda bæði listhlaupa- og hokkídeildar til lækkunar á æfingagjöldum.

Hins vegar var svo um að ræða kr. 700.000.- sem sérstaklega eru ætlaðar meistaraflokkum félagsins í íshokkí.

Krullumaður ársins: Jens Kristinn Gíslason

Jens Kristinn Gíslason var í gær heiðraður sem krullumaður ársins 2010.

Áramótamótið - Léttfeti sigraði

Góð þátttaka, góð stemning, gott mót.

Víkingar unnu Jötna 12 - 2

Í kvöld mættust heimaliðin Víkingar og Jötnar í Skautahöllinni á Akureyri.   Eftir að hafa tapað síðasta leik voru það Víkingar sem unnu að þessu sinni 12 – 2 sigur.  Víkingarnir voru brenndir eftir tapið síðast og mættu einbeittari til leiks að þessu sinni.  Veigar Árnason, ungur markmaður sem er að taka sín fyrstu skref í meistaraflokki, hóf leikinn fyrir Jötna og fékk á sig nokkur mörk strax í upphafi leiks áður en honum var skipt út fyrir Einar Eyland.  Þeir stóðu sig báðir engu að síður vel en á tímabili rigndi yfir þá skotum.