Víkingar unnu Jötna í kvöld
Í kvöld mættust í Skautahöllinni á Akureyri í býsna skemmtilegum leik Víkingar og Jötnar. Þeir fyrrnefndu voru sterkari aðilinn að þessu sinni en Jötnar voru óvenju sprækir og gerðu oft harða hríð að marki Víkinga. Jötnar skoruðu alls 4 mörk, en þar voru að verki Helgi LeCunt með tvö mörk, Elvar Jónsteinsson með eitt og Sigmundur Sveinsson með eitt.
Annað markið hans Helga var í skrautlegi kantinum því eftir að hafa komist einn gegn tók hann skot sem geigaði og fór í rammann fyrir aftan, þaðan til baka í Ómar markmann og inni í markið. Sjálfsmark hjá Ómari, en mark hjá LeCunt engu að síður. Markið hans Elvar var jöfnunarmark í 1 - 1 en það kom eftir að hann pressaði vel á Ingvar Jónsson, stal af honum pekkinum í krísunni og gólfsveiflaði pekkinum í skeytin fram hjá Ómari. Það er skemmst frá því að segja að Ómari var skipt út fyrir Veigar Árnason um miðbik leiksins.