Aseta-mót um helgina hjá meistaraflokki karla
10.09.2010
Í kvöld hefst í Reykjavík Asetamótið fyrir meistaraflokk karla. Þetta mót hefur verið haldið áður og þar hafa öll félögin tekið þátt og hefur þetta þótt ánægjuleg byrjun á tímabili fyrir leikmenn og upplögð leið til að ná úr sér sumar ryðinu. Mótið verður þó ekki eins og til stóð þar sem Skautafélag Reykjavíkur ákvað að taka ekki þátt í mótinu af einhverjum óþekktum ástæðum. Ákveðið var að láta ekki fjarveru þeirra hafa áhrif á mótið þar sem þegar var búið að skipuleggja það, kaupa verðlaunagripi og ráða dómara, heldur skella sér suður og spila tvo eða þrjá leiki við Björninn.