Gelpúðar:

Verslunin Everest hefur til sölu gelpúða og ökklahlífar frá Bungapads.

LÆKKUN Á SKAUTABUXUM

Ný sending af skautabuxum eru komnar til landsins og hafa lækkað í verði.

 KV Allý / allyha@simnet.is

Dómaranámskeið

Dómaranámskeiðið er fyrir alla sem fæddir eru 1995 eða eldri. Allir gjaldgengir eru því hvatir til þess að mæta sérstaklega ef þig langar í smá aur í vetur fyrir að standa á svellinu.

Svona lýtur dagskráin út fyrir helgina:

Föstudagur 24. september

Námskeið í kennslustofu 19.00 – 22.00

Laugardagur 25. September

Námskeið og próf á ís 08.00 – 9.45
Námskeið í kennslutofu 10.20 – 12.20
Námskeið fyrir box-fólk 13.30 – 15.30
Trim fundur með starfandi dómurum á Akureyri 15.00 – 16.00

Sunnudagur 26. September.

Námskeið í kennslustofu og próf 9.30.  – 12.30

 

Afís próf hjá Söruh

Þær sem eiga eftir að taka afís prófið hjá Söruh eiga að gera það á föstudaginn 24 september. Nöfn og tímasetning

Styttist í Evrópumótið

Keppni í C-flokki Evrópumótsins í krullu hefst föstudaginn 24. september.

Titilvörnin hefst um helgina

Um helga munu Bjarnarmenn koma í heimsókn og spila gegn Víkingunum hér í Skautahöllinni á laugardaginn kl. 17:30.  Þessi lið mættust í æsispennandi úrslitakeppni síðasta vor þar sem við bárum sigur úr býtum í 5. leik úrslitanna.  Liðin mættust svo aftur í Asetamótinu fyrr þessum mánuði og þar urðum við að láta í minni pokann gegn þeim í tveimur viðureignum.

 

Það er hins vegar ekki hægt að ganga út frá einhverju vísu í þessu því liðin öll virðast jöfn a.m.k. ef reynt er að lesa eitthvað úr þessum fyrstu leikjum tímabilsins.  SR lagði Björninn nokkuð auðveldlega í æfingaleik á dögunum og svo lögðu Jötnarnir SR-inga um síðustu helgi.

SKAUTATÖSKUR - SKAUTABUXUR

Skautatöskur og skautabuxur er hægt að skoða og kaupa / panta  hjá mér.

Allý / allyha@simnet.is - 8955804 ,,,,  PS  er ekki við síma milli kl. 13 - 16:30

Nú er rétta tækifærið til að fá frítt inn á leiki í vetur!

Hokkídeildin leitar eftir sjálfboðaliðum í vinnu á leikjum í vetur, störf sem eru í boði eru ritari, klukka, boxið, markadómari ofl.  Frábær þjálfun fyrir barnamótin sem verða í vetur.

Akureyrarmótið. 7 lið tilkynntu þátttöku.

Sjö lið tilkynntu þátttöku í Akureyrarmótinu sem hefst á mánudag.

Dómaranámskeið

Um helgina verður haldið dómaranámskeið á Akureyri þar sem farið verður yfir helstu reglur og breytingar í ár. Tími og staðsetning verður auglýst hér á síðunni seinna í þessari viku.

Rétt er að minna á að þáttakendur ættu að lesa OPM og fara yfir reglubókina og case book fyrir námskeiðið, hægt er að sækja það á vef IIHF:

Reglubók: http://www.iihf.com/iihf-home/sport/iihf-rule-book.html