Stjórnarskipti LSA, FLSA og ÍSS - enn vantar mótstjóra

Ný stjórn LSA var kosin á dögunum og hana skipa áfram: Hilda Jana Gísladóttir, Rut Hermannsdóttir, Hólmfríður Egilsson, Guðlaug Reynisdóttir. Nýjir í stjórn eru: Inga Margrét Skúladóttir, Bergsveinn Kristinsson og Helga Sigurjónsdóttir.

Í stjórn ÍSS voru m.a. kjörnar Sigríður Stefanía, áður mótstjóri LSA - í aðalstjórn og Kristín Þöll Þórsdóttir, fyrrv. gjaldkeri LSA í varastjórn.

Foreldrafélag LSA hefur líka skipt um í brúnni og bætast þær upplýsingar vonandi við hér á síðunni innan skamms.

Að auki eru líkur á að við fáum til starfa fulltrúa sem verður umsjónarmaður yngri flokka. En ennþá vantar okkur mótstjóra deildarinnar næsta vetur. Áhugasamir hafið samband við hildajana@gmail.com

 

Æfingabúðir LSA 2010

Undir "Sumaræfingabúðir 2010" má finna hópaskiptingar, tímatöflu og matseðil. Fylgist vel með þessari upplýsingasíðu!

Aðalfundur Skautafélagsins framundan

Fimmtudaginn 27. maí 2010 fer fram aðalfundur Skautafélags Akureyrar.  Fundurinn verður haldinn í fundarherbergi félagsins í Skautahöllinni og hefst hann kl. 20:00.  Dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og eru félagsmenn nær og fjær hvattir til að mæta og kynna sér starfsemi félagsins.

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíðin tókst mjög vel og skemmtu allir sér vel, stelpurnar röðuðu i sig gómsætum pizzum og toppuðu þetta með nammiveislu. Á hátíðinni voru fimm skauturum veitt verðlaun fyrir að vera fyrimyndar skautarar í alla staði og þeir eru Harpa Lind Hjálmarsdóttir, Margrét Guðbrandsdóttir, Emilía Rós Ómarsdóttir, Aldís Ösp Sigurjónsdóttir og Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir. Sérstök heiðursverlaun voru veitt fyrir íþróttakonu ársins og var það Karen Björk Gunnarsdóttir sem fékk þann titil. Þá er þessum skautavetri lokið og hefjast sumar-afísæfingar 6 júní, minni á að það þarf að skrá sig á helgamargretclarke@gmail.com. Skráning í æfingarbúðirnar sem hefjast 9 ágúst eru enn í gangi, tímatafla er komin inn á heimasíðu (í linkunum vinstra megin), sendið skráningu á ruthermanns@hive.is fyrir 15 júní.  

Aðalfundur Krulludeildar: Hagnaður af rekstri, stjórnin endurkjörin

Aðalfudur Krulludeildarinnar fór fram í Skautahöllinni mánudagskvöldið 17. maí.

Sumar hokkískóli, skráning enn í gangi!

Nú hefur Sarah lokið skipulagningu Sumar hokkískólans sem haldinn verður í ágúst og hægt er að skrá sig hér á vefnum með því að smella á tengilinn "skráning í sumar hokkískólann 2010" hér til vinstri. Skólinn er fyrir alla aldurshópa og "algjört möst" til að starta vetrinum jafnfætis sunnlendingunum. Smelltu á "Lesa Meira" til að skoða nánar.

Þrír litlir Mammútar

Liðsmenn Mammúta voru ekki bara iðnir við að spila krullu í vetur. 

Aðalfundur Foreldrafélags LSA

Aðalfundur foreldrafélags LSA verður haldinn miðvikudaginn 26.maí kl. 19:45 í Skautahöllinni (fundur stjórnar LSA er sama kvöld kl. 20.30) Á fundinum munu Vilborg Erla fomaður og Vigdís meðstjórnandi ganga úr stjórninni en aðrir gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Óskað er eftir a.m.k. tveimur foreldrum til að fylla skörð þeirra sem hætta. Þeir sem gefa kost á sér til starfa eru beðnir um að gera vart við sig með pósti á netfangið jona@norðlenska.is fyrir fundinn. Einnig má hringja í síma 840 8805. Vakin er athygli á mikilvægi öflugs foreldrastarfs fyrir fjáröflun vegna keppnisferða o.fl.

Fyrir hönd sitjandi stjórnar

Jóna, Rakel, Hermann og Bryndís.

Aðalfundur aftur breyting

Aðalfundur LSA átti að halda þann 24.maí kl:20:00 í Skautahöllinni á Akureyri, verður fresta til miðvikudags 26. maí, kl 20.30 vegna hvítasunnuhelgarinnar.

Upplýsingar og boð á erlend mót

Reglulega berast okkur boð og auglýsingar um krullumót erlendis, svipuð og Ice Cup. Hér eru upplýsingar um nokkur.