D-hópar byrja 15 september

Æfingar A, B og C hópa byrjuðu mánudaginn 30.ágúst - D hópar hefja starf 15.september. Tímatafla, hópaskipting og æfingargjöld er komin inn hér í valmyndinni til vinstri. Skráning allra iðkenda, bæði fyrir vana og óvana, má finna í valmyndinni efst til vinstri.

Curling Champions Tour í beinni

Baden Masters fer fram helgina 10.-12. september og hægt er að horfa á mótið í beinni á netinu.logo_curling_champions_tour_120

Fjör í fyrsta krullutíma tímabilsins

Framhaldsskólinn á Húsavík í heimsókn í fyrsta krullutímanum.  

Rut Hermannsdóttir nýr formaður

Rut Hermannsdóttir, varaformaður LSA hefur tekið að sér formennsku í deildinni. Ég kveð og þakka fyrir skemmtilegan og lærdómsríkan tíma hjá besta skautafélagi í heimi. Ég verð auðvitað áfram innan handar bæði við mót og annað sem til fellur. Takk fyrir mig.

kv.
Hilda Jana Gísladóttir

Engin morgunæfing

Engin morgunæfing er á morgun en hægt verður að fara á svelllið frá 15:00 - 18:30 og æfa prógröm. Hver iðkandi má vera í klukkutíma á ís, þá geta allir fengið ístíma . Það er engin afís í dag

Fyrsti krullutíminn mánduaginn 30. ágúst.

Aðstoð óskast í fyrsta krullutímanum á mánudag.

Æfingar samkvæmt æfingatöflu á fimmtudaginn 2.september

(O:    Núna á fimmtudaginn næsta byrjum við vetrarstarfið af fullum krafti samkvæmt æfingatöflu sem má skoða með því að smella hér.    :O)

Skráning iðkenda 2010-2011

Æfingar A,B og C hópa byrja í næstu viku. D hópar (leikskóla og grunnskólabörn) hefja æfingar miðvikudaginn 15. september. Allir iðkendur sem hyggjast æfa í vetur þurfa að fylla út skráningarblað á netinu, valhnappurinn er efst til vinstri á síðunni okkar en einnig getið þið farið beint frá þessari slóð: https://spreadsheets.google.com/viewform?formkey=dGVJZzBPT09GV3Fadm1CVy1ScU9RVXc6MQ

Krulla um borð í skemmtiferðaskipi

Hefur einhver áhuga á að spila krullu á skemmtiferðaskipi? Í boði er "Pebble the Sea, Curling Cruise" 24. apríl til 1. maí 2011.

Tímatafla og hópaskipting

Tímatafla og hópaskipting fyrir haustönn 2010 er til vinstri í valmyndinni. Einungis er um drög af afís-tímatöflu að ræða.