28.07.2010
Jæja þá styttist í að skauta æfingabúðirnar byrji og þeir sem hafa áhuga á að selja pappír til fjáröflunar fyrir búðirnar geta haft samband.
Allý - 8955804 / allyha@simnet.is
26.07.2010
Byrjendanámskeið á skautum fyrir börn fædd 2006 og fyrr verður haldið dagana 9.-13. ágúst kl:17:00-18:00 í Skautahöllinni á Akureyri. Á sama tíma verður haldið byrjenda námskeið fyrir unglinga og fullorðna. Verð kr. 5.000. Skráning og nánari upplýsingar; hildajana@gmail.com
24.07.2010
Jæja þá er hópurinn lagður af stað til Tékklands. Mikil gleði og spenna var á Akureyrarflugvelli rétt fyrir klukkan átta í kvöld þegar hópurinn var að fara út í vél. Ferðalagið hjá skvíunum tekur sólarhring, þær verða eflaust uppgefnar þegar þær loks komast á leiðarenda. En mikið ævintýri og upplifun framundan hjá þeim.
11.07.2010
Unnið er að nýjum prógrömmum / keppnisdönsum að öllu jöfnu í æfingabúðum í ágúst og fyrstu 2 vikum septembermánaðar. Það er í höndum iðkendanna sjálfra og foreldra þeirra að hafa samband við þjálfara (í gegnum tölvupóst) og fá upplýsingar varðandi næsta keppnistímabil; s.s. hvort að iðkandi þyrfi nýjan dans, finna tónlist og fá hana samþykkta hjá þjálfara og svo láta klippa tónlistina í viðeigandi lengd. Flestir iðkendur nota sama dansinn og sömu tónlistina í 1-2 ár og jafnvel lengur, þetta er alltaf matsatriði. Iðendur í 8 ára og yngri C og 10 ára og yngri C fá tónlistina sína hjá þjálfara enda að taka sín fyrstu skref í íþróttinni sem keppendur en ef einhverjar sérstakar óskir eru þá má hafa samband við þjálfarann. Mikilvægt er að iðkendur fái ný prógröm sem fyrst svo að uppbyggingartími fyrir fyrsta mótið sé sem lengstur. Ný prógröm eru a.m.k. 6-8 vikur að verða keppnishæf eftir að dans er tilbúinn!!
09.07.2010
Hér er hægt sjá bestu mörkin,vítaskotin og "lætin"
21.06.2010
Tyrkir senda lið til leiks í fyrsta skipti. Ísland leikur a.m.k. 6 leiki.
20.06.2010
Ég er komin heim og verð heima eitthvað í vikunni svo að þið getið sótt til mín kleinu peninginn ykkar
kv. Allý
07.06.2010
Halló ég er að fara úr bænum á fimmtudaginn 10. júní og vil ég byðja þá sem eiga eftir að skila til mín pappírs peningum að koma þeim til mín fyrir þann dag. Svo er ég með kleinu pening og vil endilega skila þeim af mér áður en ég fer, ég kem heim 18. júní..
kv. Allý
06.06.2010
Ísland hefur skráð lið til leiks í C-keppni Evrópumótsins sem fram fer í Skotlandi í september.