Evrópumótið: Tap gegn Írum, Ísland í C-flokk

Írar reyndust sterkari á svellinu í dag. Íslendingar unnu tvo leiki en falla samt í C-flokk, enda í 26. sæti af 30 þjóðum.

SKAUTATÖSKUR

Þeir sem hafa áhuga á að panta skautatöskur og fá afhent fyrir jól eru beðnir að senda mér pöntunina á mail fyrir laugardaginn 12. desember. Hægt er að skoða þær og litina á transpack.net fara á linkinn til vistri á SKATE og svo á ICE svo getið þið sett örina á litina sem eru sýndir og þá kemur stækkuð mynd með þeirri tösku í litnum.

Allý / allyha@simnet.is   munið síðasti pöntunardagur er laugardagurinn 12. desember

Skautaföt

ATH

Þeir sem enn eiga eftir að ná í félagspeysuna sína frá fyrstu pöntun geta nálgast peysuna í Baugatúni 2 muna að vera búin að leggja inn á reikning 1145-26-3770-510200-3060. Seinni sendingin af peysunum er komin.

 

 

Einstaklingsmótið heldur áfram í kvöld

Tíu manns mættu á mánudagskvöldið og spiluðu tvo leiki. Hvetjum fólk til að mæta í kvöld og krulla sér til skemmtunar.

Evrópumótið: Stórt tap gegn Lettum

Lettar voru of stór biti fyrir Íslendinga í dag.

Morgunístíminn í fyrramálið fellur því miður niður!

Búið að er leigja svellið á morgun og af þeim orsökum verðum við að fella niður ístímann okkar í fyrramálið!

Evrópumótið: Ísland tapaði naumlega fyrir Wales

Íslenska liðið sýndi góða baráttu gegn einu af toppliðum riðilsins. Tapaði naumlega fyrir Wales.

Æfingar á morgun miðvikudaginn 9. desember

Nú förum við að undirbúa jólasýninguna okkar í eldri hópunum. Það verður ekki tvöfaldur ís hjá A2 á morgun, mæta bara milli 17:30 og 18:15. S hópur verður einn á ísnum milli 18:15 og 19:00 og B1 mætir með A1 milli 19:10 og 19:55 í stað A2.

Evrópumótið: Tap gegn Austurríki

Austurríkismenn lögðu Íslendinga 11-5 í morgunleiknum á EM.

Vel heppnað Íslandsmeistara- og aðventumót ÍSS

Íslandsmeistara- og aðventumót Skautasambands Íslands í listhlaupi á skautum var haldið í Skautahöllinni í Laugardal um liðna helgi. Fjórir fulltrúar Skautafélags Akureyrar kræktu sér í verðlaun á mótinu, en það voru Helga Jóhannsdóttir fékk silfur í flokki Novice A, Sara Júlía Baldvinsdóttir, sem lenti í þriðja sæti í flokki 10 ára og yngri A. Rakel Ósk Guðmundsdóttir sigraði í flokki Junior B og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, var í öðru sæti í flokki 12 ára og yngri B.