PAPPÍRS PENINGUR

Halló þeir sem fengu pappír í október endilega skilið til mín peningum sem fyrst eða fyrir 12 nóvember.

kv. Allý

3-4-5 flokku breyting á laugardag 7 nóv

Breyttur æfingartími núna á laugardaginn 7 nóv. Það verður spilað á þessum æfingum og því er mjög mikilvægt að allir mæti ! 
5 flokkur mætir á æfingu frá 11:10-12:00
3 og 4 flokkur mæta á æfingu frá 12:00-12:50 

Opinn tími á föstudag fyrir keppendur

Á föstudaginn nk. verður opinn tími fyrir þá sem fara á Bikarmótið fyrir sunnan, hægt verður að koma og skauta milli 11:30 og 12:45 eða þar til rútan leggur af stað suður. Diskur með lögum allra keppenda verður í tækinu í tónlistarboxinu hjá búningsklefunum og geta allir fengið að renna í gegnum dansana sína ef þeir vilja.

Gimli Cup: Garpar og Skyttur taka forystu

Önnur umferð Gimli Cup fór fram í kvöld. Tvö lið með fullt hús. Einum leik frestað.

Breyttar æfingar næstu daga vegna fjarveru þjálfara og Bikarmóts

Um helgina verður haldið Bikarmót í Egilshöll í Reykjavík fyrir A og B keppendur. Bæði verður stór hluti iðkenda fjarverandi sem og þjálfarar. Af þeim orsökum verðum við að breyta æfingum og/eða fella niður. Nánari upplýsingar undir "lesa meira".

Gimli Cup - 2. umferð

Önnur umferð Gimli Cup fer fram í kvöld kl. 21-23.

20 ára afmæli listhlaups sem keppnisíþróttar

Það var þann 25. nóvember árið 1989 sem Skautafélag Akureyrar stóð fyrir fyrstu keppninni í listhlaupi hér á landi.  Það sama ár hafði listhlaupadeild verið í fyrsta skiptið úthlutað einum föstum æfingatíma á viku fyrir tilstuðlan nýs formanns deildarinnar Drífu Björk Dalmannsdóttur.  Það var þó ekki fyrr en 3 árum síðar, árið 1992, sem fyrsta Íslandsmótið var haldið en það fór fram á hinu nýja vélfrysta útisvelli í Laugardalnum í Reykjavík.

Saga listhlaupsins er þó miklu eldri hér á landi en hana má rekja allt aftur til þriðja áratugarins þegar fór menn tóku að leika ýmsar kúnstir á skautum á pollinum og leirunum.  Fremstur í flokki, að öðrum ólöstuðum, var Ágúst Ásgrímsson sem sjá má á meðfylgjandi mynd.  Gústi var einn af stofnendum félagsins árið 1937 og er hann fyrirmyndin á merki félagins okkar.

Gimli Cup hafið

Fyrsta umferðin í Gimli Cup var leikin í gærkvöldi. Einn leikur fór í framlengingu.

Gimli Cup - 1. umferð

Gimli Cup hefst í kvöld með fjórum leikjum.

Þriðjudagsmorgunæfing og miðvikudagsæfingar

Næsta þriðjudag verður ekki morgunæfing hjá A og B, afísinn hjá Hóffu verður ekki heldur. Æfingar á miðvikudag verða örlítið breyttar vegna undirbúnings fyrir Bikarmótið. Sjá...