Skautatímabilið að hefjast - æfingar samkvæmt stundatöflu á mánudag

Æfingar hefjast samkvæmt nýju tímatöflunni mánudaginn 20. ágúst. Nýju tímatöfluna má finna hér vinstra megin í valmyndinni. Helstu breytingar eru þær að byrjendatímar verða nú sameiginlegir hjá listhlaupadeild og hokkídeild og eru alltaf á mánudögum og miðvikudögum kl 16.30. Almenningstímar hefjast svo föstudaginn 24. kl. 19.00 en þá verður skautadiskó og í framhaldi af því verður opið allar helgar frá kl. 13-16.

Sumaræfingabúðir hefjast 1. ágúst

Sumaræfingabúðir íshokkídeildar og listhlaupadeildar hefjast miðvikudaginn 1. ágúst. Dagskrá æfinganna koma á heimasíðuna fljótlega.

Undirbúningur fyrir ágústæfingabúðir hafinn

Nú er undirbúningur fyrir æfingabúðir LSA í ágúst í fullum gangi.

Vormót 2018 á enda – niðurlag, myndir, úrslit og bestu leikmenn

Vormótið sem kláraðist nú í vikunni var það stærsta sem hokkídeildin hefur haldið og gekk frábærlega í alla staði. Alls tóku 182 keppendur þátt í 5 deildum og 17 liðum.

Vinnudagur hjá hokkídeild

Næsta sunnudag 27. maí verður vinnudagur hjá foreldrum hokkídeildar sem eru reiðubúnir í niðurif. Við byrjum á slaginu kl. 16.30 en verkefni er einfalt; strípa gámana sunnan við höllina af innanstoksmunum og losa niður allar viðbætur svo hægt verði að fjarlægja þá á mánudag. Verkið ætti ekki að taka nema skamma stund ef margar hendur vinna verkið og gott væri að koma með borvél með sér ef þið eigið en ekki nauðsynlegt.

Formaðurinn í skemmtilegu viðtali í N4 sjónvarpi

Sjónvarpstöðin N4 tók nú á dögunum formanninn og íshokkíkonuna okkar hana Birnu Baldursdóttur í skemmtilegt viðtal undir yfirskriftinni "Hokkíbærinn Akureyri". Sjón er sögu ríkari en innslagið má sjá hér.

Aðalfundur Krulludeildar 2018

Vorsýning Listhlaupadeildar með Grease þema 1. júní

Vorsýning Listhlaupadeildar verður heldur betur vegleg í ár en þema sýningarinnar verður Grease í tilefni af 40 ára afmæli kvikmyndarinnar. Sýningin verður föstudaginn 1. júní og hefst kl. 18.00. Veitingar verða til sölu á sýningunni en aðgangseyrir er 1500 kr. fyrir 13 ára og yngri, 1000 kr. fyrir ellilífeyrisþega og 6-12 ára en frítt inn fyrir 5 ára og yngri. Hér er hægt að sjá auglýsingu sýningarinnar á facebook síðu listhlaupadeildar.

Canadian Moose í heimsókn um helgina (dagskrá)

Um helgina verðu leikið vinamót heldri manna liða í Skautahöllinni þegar Canadian Moose liðin koma í heimsókn til okkar. OldBoys, Vanir og Valkyrjur taka þátt í mótinu en Moose eru með bæði kvenna og karlalið. Leikirnir hefjast á föstudag en leiknir verða 2 leikir föstudagskvöld, 4 leikir á laugardag og 3 á sunnudag. Hér má sjá dagskrá mótsins.

AÐALFUNDUR SKAUTAFÉLAGS AKUREYRAR FIMMTUDAGINN 24. MAÍ

Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar fimmtudaginn 24. maí kl. 20.00 í fundarherbergi Skautahallarinnar. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.