22.09.2018
Fyrsti krullutími vetrarins verður mánudaginn 24. september
20.09.2018
SA Víkingar tryggðu sér Bikarmeistaratitilinn 2018 á sunnudag þegar þeir lögðu SR í síðasta leik lýsisbikarsins. SA Víkingar unnu SR en töpuðu fyrir Birninum síðastliðna helgi í Reykjavík en unnu báða heimaleikina sína núna um helgina nokkuð örugglega og tryggðu sér þar með sigurinn. SA leikmennirnir Thomas Dant-Stuart, Andri Mikaelsson og Jóhann Már Leifsson voru stigahæstu leikmenn lýsisbikarsins en Kristján Árnason gerði sér lítið fyrir og skoraði 3 mörk í síðasta leiknum og Bjartur Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki. Til hamingju SA Víkingar.
19.09.2018
Haustmót ÍSS fór fram í höllinni okkar helgina 7.-9. september síðastliðin
07.09.2018
Marta María hefur skautað stutta prógrammið og í dag er það frjálsa prógrammið
05.09.2018
Dregið hefur verið í keppnisröð í Kaunas. Marta María skautar tíunda á morgun, eða fimmta í öðrum upphitunarflokki.
04.09.2018
Marta María Jóhannsdóttir keppir fyrir Íslandshönd á Junior Grand Prix í Kaunas í Litháen á fimmtudag og föstudag.
04.09.2018
Aðalfundur foreldrafélags LSA verður haldinn í fundarherbergi hallarinnar þriðjudaginn 11.september og hefst hann klukkan 19.30.
28.08.2018
Aðalfundur foreldrafélags íshokkídeildar SA verður 12. september n.k. kl.20. Fundurinn verður haldinn í fundarherberginu í skautahöllinni. Efni: Venjulega aðalfundarstörf Hvetjum sem flesta til að mæta á fundinn þar sem verður farið yfir síðasta vetur og hvað er framundan í vetur. Einnig hvetjum við þá sem eru áhugasamir um að bjóða sig fram í stjórn foreldrafélagsins. Hlökkum til að sjá ykkur Stjórn foreldrafélags íshokkídeildar SA
22.08.2018
Byrjendaæfingar í listhlaupi og íshokký hefjast mánudaginn 27. ágúst.
22.08.2018
Vetrarstarf Listhlaupadeildarinnar hefst í dag samkvæmt tímatöflu.