Úrslit úr innanfélagsmóti helgarinnar

Annað innanfélagsmótið í haustmótaröðinni for fram síðasta laugardag en þá var keppt í 4. og 5. flokks deild en í henni eru 4 lið og yfir 50 keppendur.

Ynjur enn á toppnum

Í gær tóku Ynjur Skautafélags Akureyrar á móti Skautafélagi Reykjavíkur en er þetta í þriðja sinn sem liðin mætast á tímabilinu. Ynjur gefa sífellt meira í með hverri viðureign liðanna og unnu leikinn að þessu sinni með 12 mörkum gegn 2 mörkum SR. Eins og tölurnar gefa til kynna var mikill getumunur á liðunum og áttu Ynjur 60 skot á mark. Mörkin hefðu því getað verið mun fleiri en Álfheiður Sigmarsdóttir varði vel í marki SR.

Frábær árangur SA stúlkna á Kristalsmóti Bjarnarins um helgina

Fimm stúlkur frá SA lögðu land undir fót um helgina ásamt foreldrum og þjálfara og tóku þátt á Kristalsmóti Bjarnarins sem haldinn var í Egilshöll um helgina fyrir keppendur í C flokkum. Þær stóðu sig allar gríðarlega vel.

SA Víkingar með stórsigur á Esju

SA Víkingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu topplið Esju í gærkvöld, lokatölur 7-2. SA Víkingar minnkuðu þar með forskot Esju á sig í deildinni í 6 stig en Björninn vann á sama tíma SR í Laugardalnum og er ennþá með 5 stiga forskot á Víkinga. Sigurður Sigurðsson var óumdeilanlega maður gærkvöldsins en hann átti stórleik og skoraði þrennu í leiknum en Hafþór Sigrúnarson átti einnig skínandi leik og skoraði tvö mörk.

Vinnudagur

Vinnudagur í krullunni verður á sunnudaginn.

Ice Cup 2017

Ice Cup 2017 verður haldið dagana 4. – 6. maí 2017

Akureyrar- og bikarmót 2016

Sl. mánudag hófst keppni í Akureyrar- og bikarmóti krulludeildar SA.

Tvöfaldur sigur Ásynja gegn Birninum

Um helgina fóru fram tveir leikir í Herz deild kvenna á Akureyri þar sem SA Ásynjur tóku á móti Birninum úr Grafarvogi. Skemmst er frá því að segja að Björninn sá aldrei til sólar og skoruðu heimastúlkur 23 mörk samtals í báðum leikjunum gegn einu marki Bjarnarins. Birna Baldursdóttir var markahæst eftir helgina með 5 mörk en Anna Sonja Ágústsdóttir var stigahæst með 11 stig, þar af 10 stoðsendingar. Skemmtilegast er þó frá því að segja að allir leikmenn Ásynja komust á blað, ýmist með marki, stoðsendingu eða hvoru tveggja.

SA Víkingar taka á móti Esju annað kvöld

SA Víkingar taka á móti Esju þriðjudaginn 15. nóvember kl. 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Síðasti leikur liðanna fór í vítakeppni þar sem Esja hafði betur. SA Víkingar eru í þriðja sæti deildarinnar með 8 stig en Esja er í fyrsta sæti með 17 sig. Mætið í höllina og styðjið okkar menn, aðgangseyrir er 1000 kr. en frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

Akureyrar- og bikarmót 2016

Nú hefst alvaran