Nú fer að styttast í skautabyrjun

Allir að fylgjast með í dagskránni, á facebook og á heimasíðunni

Æfingagjöld LSA veturinn 2016/2017 eru komin inn (birt með fyrirvara um breytingar) og búið að opna fyrir skráningar í Nóra.

Æfingagjöld LSA veturinn 2016/2017 eru komin inn. Gjaldskráin er birt með fyrirvara um breytingar og búið að opna fyrir skráningar í Nóra.

Keppnisgjöld og skráning í mót í gegnum Nóra

Sambandið hefur gefið út verð á keppnisgjöldum á Sambandsmótum vetrarins, að Rigginu undanskildu.

Uppfærðar keppnisreglur ÍSS fyrir skautaárið 2016/2017 er komnar á vefinn

Skautasamband Íslands hefur uppfært keppnisreglur fyrir skautaárið 2016/2017 og birt á heimasíðunni.

Dómaranámskeið ÍSS

Helgina 2.-4. september næstkomandi heldur ÍSS dómaranámskeið. Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningar er að fá á netfanginu skautasamband@skautasamband.is. Hvetjum alla sem áhuga hafa til að kynna sér þetta frekar.

Fréttir af framkvæmdum og byrjun tímabils.

Þessa daganna stendur yfir lokafrágangur í framkvæmdum sem staðið hafa yfir í Skautahöllinni frá því í byrjun mars. Nýja kæliplatan er klár og byrjað verður á að setja upp nýjann ramma á morgun. Hvað framhaldið varðar eru margir óvissuþættir og margt ógert og þar af leiðandi erfitt að setja nákvæma dagsetningu á ís en stefnan er sett á byrjun september. En hvað sem því líður þá er það stutt í byrjun tímabilsins að Skautafélagsfólk getur klárlega farið að setja sig í stellingar og farið að venja komur sínar aftur á svæðið og hjálpað til ef því er að skipta.

Ný stjórn Listhlaupadeildar

Á aðalfundi Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar þann 19. maí var kosin ný stjórn og hefur hún þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Krulludeildar

Aðalfundur Krulludeildar SA

AÐALFUNDUR SKAUTAFÉLAGS AKUREYRAR 25. MAÍ

Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar miðvikudagskvöldið 25. maí kl. 20.00 í Pakkhúsinu. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Aðalfundur Krulludeildar

Aðalfundur Krulludeildar SA verður haldinn fimmtudaginn 19. maí