Litla Hokkíbúðin í Höllinni

Litla Hokkíbúðin verður Í skautahöllinni á laugardaginn 24.sept. frá 11 til 18  með allskonar tilboð fyrir þá sem það vilja skoða.

Leikur í Mfl. karla annað kvöld

Reikna má með að SA muni raka inn stigum í vikunni, næstu leikir eru nefnilega
Mfl. karla               SA-Narfi                 22.09.2005        kl. 20:00
Mfl. kvenna                SA-Björninn                 24.09.2005        kl. 17:00
3. fl                 SA-Björninn                 24.09.2005        kl 20:00 eða strax að leik kvennanna loknum

Skráningardagur í dag

Munið skráningardaginn í dag inni í Höll

Leikfimi Oddeyrarskóla

5. og 4. Flokkur munið að mæta í leikfimisalinn við Oddeyrarskóla í dag mánudag kl. 16.15. Jan tekur þar á móti ykkur og verður með æfingu frá 16.30 til 17.30. MUNIÐ ALLIR EIGA AÐ MÆTA. Kveðja .... Stjórnin (O:

Fyrstu leikir Íslandsmótsins

Norðanmenn gerðu ekki góða för til Reykjavíkur, þeir steinláu fyrir sprækum sunnanmönnum.

Úrslit leikjanna urðu:             Björninn - SA     13 - 1                  SR - Narfi          13 - 3

Breiting á reglum um búnað markmanna

- IIHF

New goalkeeper equipment measurements approved - in use as of 2006-2007 season.

Upprunalega fréttin hér

 

 

Skemmtileg kveðja frá Beijing, China

Síðunni barst óvænt og skemmtileg kveðja um langan veg.
 
Jouni Tormanen
jouni@cvsweb.net

Hi I lived in Iceland 92-95 and was coaching 2 years in SR and one year in Bjørninn. Maybe some of you guys remember me. I live now in Beijing, China and know some of the people in Nordic Vikings. It's nice to see that they could sign Jon to their team. Give Jon my mail address and phone number and ask him to contact me when he's here. My cell phone is xxxxxxx. I have unfortunately forgotton my Icelandic so I have to write in English. Good luck to games. Jouni

Fyrsti leikur leiktíðar 2005-2006!!

Laugardaginn 17 sept. munu meistararnir í S.A. leika sinn fyrsta leik á leiktíðinni 2005-2006. Við stórliðið í Grafarvogi...Björninn!  já ég segji það aftur, að þora eða skora!!!  Leikurinn hefst kl 16:00 og er miðaverð 500 kr. Björninn teflir fram sama liði og í fyrra, fyrir utan einum sænskum leikmanni sem er talinn geta tröllriðið íslensku deildinni einn og óstuddur. En það  mun ekki stoppa meistaranna. Þrátt fyrir brotthvarf nokkura leikmanna úr liði S.A. eru þó ungir og efnilegir leikmenn sem munu fylla í skarð þeirra sem fóru. Stemningin er góð fyrir átök helgarinnar og eru skilaboð þjálfarans skýr, SIGUR!!! Við hvetjum fólk til að mæta í Egilshöllina og horfa á leikinn. Seinna um kvöldið í Laugardalnum eigast við S.R. og Narfi kl 20:00.    Allir að mæta og styðja sitt lið. ÁFRAM S.A.!

Skráningadagur í skautahöllini í dag Fimmtudag

Formlegur skráningardagur verður í Skautahöllinni í dag fimmtudag, næsta þriðjudag og fimmtudaginn eftir viku. Þá geta iðkendur og forráðamenn komið og skráð sig gengið frá greiðslum eða greiðsluformi. Þergar gengið er frá æfingagjaldi eru afhentar rauðar hokkímerktar peysur og iðkandi getur fengið úthlutað netfangi@sasport.is. Auglýsingin í dagskránni misfórst þessa vikuna svo endilega verið dugleg við að láta þetta berast. kv..Stjórnin

Leikfimitími Oddeyrarskóla

Leikfimitíminn í leikfimisal Oddeyrarskóla tókst með ágætum og voru allir ánægðir með þessa nýbreytni og aukapúl