Leikir í 2. og 3. flokki um helgina.

Um helgina hefst keppni aftur og að þessu sinni eru það 2. og 3. flokkur SR sem heldur norður yfir heiðar til keppni við SA-menn. Í 2. flokki hefst leikurinn á laugardag klukkan 17.00 og leikur 3. flokks strax á eftir og á sunnudeginum hefjast menn handa klukkan 11.10.    ÁFRAM S.A.!!!!

Heimsmeistaramót kvenna á íslandi 2008??

Á hinni mögnuðu síðu akureyri.net má finna heldur góða frétt sem mun vonandi rætast.

Af-ís tímar frá og með næsta mánudegi (19. mars)

Hér eru af-ís tímar fyrir iðkendur í ABCDEFG hópum, 3. og 2. a og b. Þessi af-ís tímatafla tekur gildi í næstu viku 19. mars og verður í gildi þar til skautatímabili lýkur í vor. Þjálfarar verða Helga Margrét, Audrey Freyja, Erika Mist, Ásta Heiðrún og Heiða Björg

Æfingar 18/3 '07

Sunnudaginn 18/3 falla allar æfingar niður hjá Listhlaupadeild.

Foreldrafundur 18/3 '07

Sunnudagskvöldið 18/3 kl:19:30 verður fundur í Skautahöllinni fyrir foreldra iðkenda í 3. 4. 5. og M. hóp. Kveðja Stjórn Listhlaupadeildar

Allar afísæfingar falla niður á morgun mánudag

Vegna fjarveru Söruh verða engar afísæfingar á morgun mánudaginn 12. mars.   En auðvitað er hverjum og einum frjálst að teygja og tæta á eigin spýtur (O;

U-18 strákarnir vinna til bronsverðlauna í Kína

Þá er lokið heimsmeistaramótinu U18 í þriðjudeild. Síðasti leikur mótsins var milli Spanverja og Íslendinga og lauk honum með sigri Spænskra 6-3. 

U18 strákarnir í Kína

Kl. 20 að staðartíma í Bejing (Peking, Kína) eiga strákarnir að spila sinn síðasta leik í mótinu við Spán, sem er reyndar líka síðasti leikur mótsins, og þeir þurfa held ég að vinna þennann leik til að komast upp. Áhugasamir geta

Björninn-SA

Tveir leikir voru spilaðir í kvennaflokki í Egilshöll um helgina og sigraði SA í þeim báðum, endaði fyrri leikurinn 4-6 og seinni leikurinn 0-3.

Strákarnir vinna Nýja Sjáland 5-2

Var að fá fréttir af sigri okkar manna í U18 gegn Nýja Sjálandi 5-2 á heimsmeistaramótinu í III deild í Beijing í Kína. Þrír leikmenn, aðstoðarþjálfari og farastjóri eru að norðan.