Björninn - SA 2.fl. í gærkvöldi -- úrslit

Fámennt lið SA drengja laut í lægra haldi fyrir Bjarnar drengjum í gærkvöldi með 5 mörkum gegn 1.  Engar fréttir hafa borist okkur af afrekum yngstu barnanna þ.e. 5., 6. og 7.flokks en þau lögðu á föstudaginn leið sína til Reykjavíkur á fyrsta barnamót vetrarins sem haldið er að þessu sinni í Laugardalnum. Þessi frétt birtist á SRvefnum í gær. Þau eru svo væntanleg heim í dag um kvöldmatarleitið. Við vonum að þau hafi skemmt sér hið besta og nánari komutími verður settur inn á vefinn þegar hann liggur fyrir.

Örlítið breyttar æfingar á sunnudaginn nk.

Á sunnudaginn skal A1 mæta milli 11:05 og 12:00 á æfingu í stað 10:05-10:55. Aðrir hópar mæta á sínum vanalega tíma.

Aukaæfingar í Haustfríi fyrir A og B keppendur

Boðið verður upp á aukaæfingar í Haustfríinu fyrir A og B keppendur. Áhersla verður á undirbúning fyrir Bikarmótið, farið yfir element úr prógrömmum og þau fínpússuð.

KERTA SALA

Halló, nú er að koma að fjáröflun hjá listhlaupa krökkum og í tilefni þess að jólin nálgast þá hef ég hugsað mér að við gætum selt útikerti,, þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í að selja þau endilega sendið mér mail. Kertin eru 36 stk. í kassa og gott væri ef heill eða hálfur kassi er tekinn hvort sem það verða ein, tvær eða fleiri saman með kassa. Ágóðann á sú/ sá sem selur, þetta fer ekki í sameiginlegan pott.  Ef þú vilt selja kerti sendu mér mail og láttu vita hversu mörg kert þú vilt fá. Þetta skulum við gera bara strax um mánaðarmótin þ.e. í byrjum nóvember.

 kv. Allý - allyha@simnet.is

Hrekkjavökuæfing

Miðvikudaginn 28. október ætlum við að gera okkur glaðan dag. Það verður þemadagur á ísnum hjá öllum hópum. Við viljum bjóða foreldrum/forráðamönnum og systkinum á æfingu með börnunum í D1 og D2 og að sjálfsögðu væri gaman að sjá sem flesta í búningum. Hægt er að fá lánaða skauta og hjálma ókeypis í höllinni. Hjá öðrum hópum verður venjuleg æfing en allir koma í búningum (sem hægt er að skauta í)

Vonumst til að sjá sem flesta.
Kær kveðja,
þjálfarar og stjórn

Sarah fjarverandi en æfingar falla EKKI niður

Sarah verður fjarverandi þar til 2. nóvember. Í stað þess að fella niður tímana mun Helga Margrét þjálfari útbúa afísplan sem iðkendur æfa í staðinn. Planið verður hengt upp á korktöflu í 3. klefa :)

Ert þú á póstlistanum?

Krullufólk getur fengið tölvupóst í hvert skipti sem ný frétt er sett inn á vefinn.

Bikarmót Krulludeildar: Fífurnar og Garpar í úrslit

Fífurnar og Garpar tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitum Bikarmótsins. Úrslitaleikurinn verður miðvikudagskvöldið 28. október.

Gimli Cup hefst 2. nóvember

Gimli Cup fer fram í nóvember, áætlað að hefja keppni mánudaginn 2. nóvember og að mótinu ljúki mánudaginn 30. nóvember (fer eftir fjölda liða). Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 27. október.

Meiri fréttir af göllumm!

Lítur út fyrir að við getum afhent báðar tegundir af göllum á fimmtudag. 
Það eina sem kemur ekki alveg strax eru Nike bauer gallar í stærð 130.