KOMUTÍMI FRÁ REYKJAVÍK

 Heimkoma af Kristalsmóti í R.vík, áætlaður tími er kl.17:45 . Allt gekk vel og við óskum þeim öllum til hamingju.

Úrslit Gærdagsins

Meistaraflokkur tapaði fyrir SR 5 - 7 og 3.flokkur vann SR 9 - 6.

Fararstjórar á Kristalsmót Bjarnarins

Krakkarnir fóru af stað kl. 17:20 í dag, fararstjórar eru Jóhanna s- 6632879 og Sigrún s- 8645356, foreldrar geta hringt í þær og fylgst með hópnum. Gist verður í Capital Inn Suðurhlíð 35.

Ferð 5-6-7 flokks til Reykjavíkur!

Kominn er ný dagsetning á mót 5-6-7 flokks til Reykjavíkur 24 -25 október.

Mondor skautabuxur

Halló, Sara Samúelsd. tapaði Mondor skautabuxunum sínum í höllinni í gær og langar mig að byðja ykkur að ath. hvort þær hafi farið óvart í ykkar skautatösku og ef svo er þá endilega hringið í mömmu hennar í síma 6608414.

Sýningarhópurinn kemur fram í fyrsta sinn

Á laugardagskvöldið 17. október nk. kl. 17:30 verður fyrsti heimaleikurinn í hokkí milli SA og SR. Sýningarhópurinn okkar mun koma fram formlega í fyrsta sinn í fyrra hléi og sýna fyrsta dans tímabilsins. Hvetjum alla til að koma og horfa á stelpurnar okkar og auðvitað leikinn líka :)

Fjarnám ÍSÍ þjálfaramenntun

Haustannarfjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 2. nóv. nk.  Námið tekur 8 vikur og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.Námið jafngildir íþróttafræði 1024 í framhaldsskólakerfinu og er metið sem slíkt.Fjarnámið er öllum opið 16 ára og eldri sem áhuga hafa. Nemendur skila verkefni í hverri viku auk lokaverkefnis og krossaprófa.  Hlé verður gert á náminu frá miðjum desember og fram í janúar.Skráning er til 29. október á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.  Þátttökugjald er aðeins kr. 3.500.-Allar frekari uppl. veitir sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 og á vidar@isi.is

Bikarmótið - 8 liða úrslit

Bikarmótið hófst í gær. Bikarmeistararnir og Íslandsmeistararnir slegnir út.

S.A. vs S.R. næstu helgi !!

Laugardaginn 17 okt. næstkomandi mun S.A. fá S.R. í heimsókn. Þetta mun vera fyrsti heimaleikurinn gegn S.R. síðan í úrslitunum í fyrra. S.A. lagði S.R. á heimavelli fyrir stuttu 2-4 og voru menn sammála um það að S.A. hefði ekki spilað af fullri getu hvað svosem það segjir...

Kristalsmótið

Hér koma upplýsingar vegna Kristalsmótið, en því miður þá þarf að bæta 2000 kr. við fyrrnefnda upphæð, í matarkostnað, þar sem því miður hefur ekki verið jafn góð innkoma hjá foreldrafélaginu í ár, miðað við hinn fyrri. Þannig að heildarupphæðin sem leggja á inn á reikninginn er 10500 kr. svo þarf einnig að koma með 1000 kr. í nestispening. Leggja á inn á reikning 1145-26-3770 kt. 500200-3060 og senda kvittun á didda@samvirkni.is
 
Munið einnig eftir sæng/svefnpoka, hægt verður að sækja félagspeysurnar á föstudaginn á milli kl:16-17 niðrí höll, væri gaman að fara í þeim suður :-)

Einnig eru nokkrar æfingar næstu daga ætlaðar sérstaklega til undirbúnings vegna mótsins. Dagskrá og annað má finna á heimasíðunni okkar www.sasport.is/skautar


Fimmtudagurinn 15. október
15:10-16:00 = C1 og C2 prógrammarennsli

Föstudagurinn 16. október
15:00-16:00 = Þeir sem keppa um helgina úr C3 og C4 prógrammarennsli
16:10-17:00 = Þeir sem keppa um helgina úr C1 og C2 prógrammarennsli