SA vinnur fyrsta leik tímabilsins

Á laugardagskvöldið hófst Íslandsmótið í íshokkí með heimaleik hjá SA og að þessu sinni voru mótherjarnir Björninn úr Grafarvogi.  SA liðið hefur tekið nokkrum breytingum frá síðasta ári þó kjarninn sé nokkurn veginn sá sami.   Kópur Guðjóns er fluttur aftur suður yfir heiðar og Andri Már er fluttur til Svíþjóðar.  Josh Gribben tók við þjálfarastöðunni af Söruh Smiley og fékk hann óskabyrjun í frumraun sinni sem aðalþjálfari meistaraflokks með því að leggja Björninn að velli í fyrsta leik tímabilsins, 4 – 2.

Týndar Mondor buxur

Guðrún Brynjólfs er búin að týna Mondor buxunum sínum, svörtum stærð 12-14, ef einhver rekst á þær í fórum sínum endilega skilið til hennar eða hafið samband við Huldu móður hennar í s. 8468675

Innanfélagsmót A og B keppenda LSA

Kæru foreldrar og forráðamenn keppenda í A og B keppnisflokkum!!

Nú er komið að fyrsta móti vetrarins en það verður haldið 27. september og er innanfélagsmót LSA fyrir A og B keppendur félagsins. Þar sem foreldrafélagið hefur staðið að bakstri og sölu bæði veitinga og smávarnings vantar okkur aðstoð ykkar, en hún felur í sér bakstur fyrir mótið.

Einnig er fyrirhugað að halda helgina á eftir þ.e 2 -4. október mót fyrir A og B keppendur á vegum ÍSS og þá munu Björninn og SR einnig koma norður og keppa. Okkur vantar þá aðstoð aftur í tengslum við baksturinn.

Peningar sem safnast á þessum mótum eru svo notaðir til að greiða niður kostnað þegar okkar keppendur fara suður.

Endilega hafið samband með email (villaerla@hotmail.com) eða í síma 696-7344.

Allt bakkelsi er vel þegið - vinsælt hefur verið að baka pönnukökur, skúffuköku, möffins og snúða eða horn

F.h Foreldrafélags LSA - Vilborg Sveinbjörnsdóttir

Akureyrarmótið í krullu 2009 - reglur

Ákveðið hefur verið hvernig keppnisfyrirkomulag og reglur Akureyrarmótsins verða. Mótið hefst mánudagskvöldið 28. september og verður aðeins leikið á mánudagskvöldum.

Dregið í keppnisröð

Dregið verður í keppnisröð fyrir KEA mótið á föstudaginn kl:18:00 í félagsherberginu í Skautahöllinni.

 Kveðja

Mótstjóri

Styttist í fyrstu krullumót vetrarins

Akureyrarmótið hefst 28. september og Bikarmót Krulludeildar 14. október.

Tímatöflur uppfærðar

Nokkrir smávægilegir hnökrar voru á tímatöflunum en hafa nú verið leiðréttir :)

Afís-próf hjá Söruh Smiley

Eftirtaldir iðkendur hafa enn ekki klárað afísprófið hjá Söruh Smiley. Þessir tímar eru mjög mikilvægir og þeir eru skylda, við notum þessi próf til að meta ykkur yfir veturinn. Vinsamlegast athugið hvort að ykkar nafn er á þessum lista og ef svo er þá er algjör skyldumæting á morgun í tímann. Iðkendur í S hóp: Sarah færði afístímann ykkar á sunnudögum, þið eruð nú á æfingum kl. 19:00-19:50 :) Ég vil svo minna á afísinn í Laugargöru hjá Hóffu á þriðjudaginn nk.

Breyttar æfingar vegna KEA-mótsins um næstu helgi

Við munum færa nokkrar æfingar til um næstu helgi vegna KEA mótsins hjá A og B keppendum, þetta gerum við til að varna því að flokkar missi úr æfingar. Undir lesa meira má sjá tilfærslurnar.

Þriðjudagsmorgunæfing

Næsta þriðjudagsmorgun mæta B2 og A2 á æfingu. Farið verður vel í vogarsamsetningar og pírúetta úr prógrömmum. Mikilvægt að mæta því fyrsta mótið er nk. sunnudag :)