Karfan er tóm.
Kæru foreldrar og forráðamenn keppenda í A og B keppnisflokkum!!
Nú er komið að fyrsta móti vetrarins en það verður haldið 27. september og er innanfélagsmót LSA fyrir A og B keppendur félagsins. Þar sem foreldrafélagið hefur staðið að bakstri og sölu bæði veitinga og smávarnings vantar okkur aðstoð ykkar, en hún felur í sér bakstur fyrir mótið.
Einnig er fyrirhugað að halda helgina á eftir þ.e 2 -4. október mót fyrir A og B keppendur á vegum ÍSS og þá munu Björninn og SR einnig koma norður og keppa. Okkur vantar þá aðstoð aftur í tengslum við baksturinn.
Peningar sem safnast á þessum mótum eru svo notaðir til að greiða niður kostnað þegar okkar keppendur fara suður.
Endilega hafið samband með email (villaerla@hotmail.com) eða í síma 696-7344.
Allt bakkelsi er vel þegið - vinsælt hefur verið að baka pönnukökur, skúffuköku, möffins og snúða eða horn
F.h Foreldrafélags LSA - Vilborg Sveinbjörnsdóttir
Dregið verður í keppnisröð fyrir KEA mótið á föstudaginn kl:18:00 í félagsherberginu í Skautahöllinni.
Kveðja
Mótstjóri
Akureyrarmótið hefst 28. september og Bikarmót Krulludeildar 14. október.