Karfan er tóm.
Í kvöld kl. 20:10 verður stórleikur hér í Skautahöllinni þegar Valkyrjur og Björninn eigast við annað skiptið í vetur og í fyrsta skiptið hér á heimavelli. Fyrsti leikurinn fór fram um síðustu helgi fyrir sunnan og lauk honum með naumum 2-1 sigri Valkyrja.
Leikurinn í kvöld verður án vafa bæði spennandi og skemmtilegur og stuðningsfólk SA sem og allt áhugafólk um íshokkí er eindregið hvatt til þess að láta sjá sig í höllinni. Viðureignir þessara liða eru jafnan harðar og dramatískar en í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn skiptir hvert einasta stig máli.
Er með gott úrval af sokkabuxum Mondor, pils o.fl. fyrir skautara frá Everest. Upplagt að ath. hvort vantar fyrir keppnir sem framundan eru.
Rakel rakelb@simnet.is 6625260
Breyttar æfingar verða um helgina vegna hokkýmóts
Dagur | Hópur | Upphitun | ís |
Laugardagur | B-hópur | 8.50-9.15 | 9.25-10.15 |
Laugardagur | C-hópur | 17.00-17.25 | 17.35-18.15 |
Sunnudagur | A-hópur | 8.45-9.15 | 9.25-10.15 |
Óbreyttar æfingar seinniparts sunnudags hjá A og B hópum
Fyrir krullufólk og aðra áhugasama sem vilja horfa á krulluleiki eru bæði í boði beinar útsendingar á netinu og upptökur frá ýmsum mótum.