SKAUTAVÖRUR

Í dag milli kl. 16:40 og 17:20 ætla ég að vera með skautatöskur, skautabuxur og skautahlífar í skautahöllinni uppi í fundarherbergi.

Þeir sem eiga eftir að sækja kertin eru beðnir að gera það fyrir helgina. Er heima eftir kl. 18 í dag en svo eftir kl.16:30 á morgunn.

Allý / allyha@simnet.is - 8955804

Jötnar sigra Víkinga; 3 - 2

Strax á eftir kvennaleiknum í gærkvöldi áttust við Jötnar og Víkingar.  Þrátt fyrir að flestir gerðu ráð fyrir sigri Víkinganna þá var eitthvað allt annað uppi á teningnum í gær því Jötnarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn með 3 mörkum gegn 2.   Víkingar mættu með rétt rúmar tvær línur en Jötnar voru aðeins fleiri.  Eftir síðustu tilfærslu voru Jón Gísla, Stefán Hrafnsson og Björn Már Jakobsson færðir í Jötna en það voru einu einu leikmenn Jötna úr Íslandsmeistraliði síðasta vors.   Víkingar voru því full sigurvissir og þrátt fyrir ágæta spretti tókst þeim ekki að koma pekkinum inn fyrr enn á lokamínútum leiksins.

Valkyrjur sigra Ynjur: 9 - 1

Í gærkvöldi mættust heimaliðin Ynjur og Valkyrjur.  Valkyrjur hófu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrsta markið eftir aðeins 17 sek. leik og eftir það var ekki aftur snúið.  Loturnar fóru 6 - 1, 0 - 0 og 3 - 0.  Þrátt fyrir nokkra yfirburði Valkyrja var leikurinn líflegur og mikið af marktækifærum. 

Mörk og stoðsendingar Valkyrja:
Birna Baldursdóttir 3/0, Guðrún Blöndal 2/1, Hrönn Kristjánsdóttir 2/0, Sara Smiley 1/0, Guðrún Arngrímsdóttir 1/1, Jónína Guðbjartsdóttir 0/1, Hrund Torlacius 0/1, Leena Kaisa Viitanen 0/1.

Mörk og stoðsendingar Ynja:

Thelma Guðmundsdóttir 1/0, Silvía Rán Björgvinsdóttir 0/1. 

Úrslit kvöldsins

Víkingar - Jötnar : 2 - 3         Ynjur - Valkyrjur : 1 - 9

Fjáröflun - fjáröflun

Nú gefst öllum iðkendum LSA kostur á að taka þátt í fjáröflun með því að selja jólapappír. Það eru tvær pakkningar í boði.

Pakkn. nr 1 inniheldur  5 rúllur jólapappír 2 mtr., hnotupakkn. merkispjöld og límband. Kostar 1000,- og má selja á 2000. Iðkandi fær þá 1000 í sinn vasa.

Pakkn. nr. 2 inniheldur 3 rúllur jólapappír 5 mtr, 1 rúllu 2 mtr, hnotupakkn. merkispjöld og límband. Kostar 1400,- má selja á 2500,- iðkandi fær 1100 í sinn vasa.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari fjáröflun eru vinsamlegast beðnir að láta vita fyrir fimmtudag til rakelhb@simnet.is  s. 662 5260 hversu margar pakkn. þeir hafa hug á að taka. Ath. það þarf að borga fyrir pakkn. um leið og þær eru teknar. Þetta ætti að verða tilbúið til afhendingar á föstudag.  Ég fékk ekkert mjög margar pakkn. svo endilega bregðist fljótt við svo ég geti þá reynt að útvega meira ef þetta reynist ekki nóg. Ætlunin er að pakka þessu á fimmtudagskvöldið kl. 20 í Brekkuskóla (norðurenda í gamla Gaggahúsinu) ef einhverjir foreldrar eru tilbúnir til að aðstoða okkur væri það mjög gott. Gott væri að fá að vita ef einhverjir geta aðstoðað. Þetta ætti ekki að taka nema 1 - 1 1/2 klst.

SA-Víkingar gegn SA-Jötnum í kvöld á Akureyri

Þar sem ekki var hægt að ferðast í Bjarnarból í dag hefur verið ákveðið að spila leik nr. 9 Víkingar gegn Jötnum í kvöld og mun leikurinn hefjast strax að loknum kvennaleiknum ( upphitun á roughice ca. kl. 21,30 ) Ynjur - Valkyrjur sem hefst kl. 19,30. Hokkíunnendur athugið að það er upplagt að YLJA sér í SkautaHöllinni í kvöld yfir semmtilegum hokkíleikjum við hvatningahróp og almenna gleði.     ÁFRAM SA .......

Jötnar ferðast ekki í dag

SA - Jötnar munu ekki leggja í ferð til Reykjavíkur í dag vegna veðurs og veðurútlits. Stormviðvörun er í gangi fyrir vesturland og vindhraði undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi hefur verið um og yfir 20m/s og hviður upp undir 40m/s frá kl. 9 í morgun og veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir veður frekar versna er líður á daginn og fyrrihluta nætur. Stjórnin.

Ostrava 2011

Þeir A og B keppendur sem huga að fara til Ostrava 2011 þurfa að skrá sig á artkt@internet.is fyrir 20 nóvember. Skipulagning og fjáröflun er að hefjast fyrir ferðina og nauðsýnlegt að allir þeir sem hafa áhuga skrái sig til að hægt sé að hefjast við fjáraflanir. Skráning núna er ekki bindandi en lokaskráning og staðfesting verður þegar bóka þarf flug. c.a mars.

Gimli Cup: Litið um öxl

Gimli Cup hófst í gær, 1. nóvember og er þetta í tíunda sinn sem keppt er um Gimli-bikarinn. Krullufréttaritari hefur rýnt í úrslit fyrri ára og tekið saman smá tölfræði um sigurvegara og verðlaunahafa.

Gimli Cup: Úrslit fyrstu umferðar

Garpar, Víkingar og Fálkar unnu leiki fyrstu umferðar.