3. í úrslitum SA-Björninn
17.03.2011
Þá er 3. leik í úrslitum lokið með glæsilegum sigri SA. Til hamingju. Myndir úr leiknum eru hér.
Fyrir stundu lauk annarri viðureign SA og Bjarnarins í úrslitakeppni kvenna, en þessi leikur fór fram í Egilshöllinni. Okkar stelpur hófu leikinn af miklum krafti og allt stefndi í stórsigur liðsins. Staðan eftir fyrstu lotu var 3 - 0 eftir mörk frá Söruh Smiley, Hrund Thorlacius og Birnu Baldursdóttur. Leikurinn jafnaðist hins vegar mikið eftir þetta og næsta lota varð markalaus og það var ekki fyrr en liðið var fram yfir miðja þriðju lotu að draga tók til tíðinda.