3. í úrslitum SA-Björninn

Þá er 3. leik í úrslitum lokið með glæsilegum sigri SA. Til hamingju. Myndir úr leiknum eru hér.

A og B æfing miðvikudag 16 mars

B æfing (18.15-19.00) og seinni A æfing (19.10-1955) í dag færast yfir á fimmtudag 17 mars. B æfing verður fimmtudag klukkan 19.00-45 og A æfing 19.45-20.30

3. leikur í úrslitakeppni í dag kl. 19:00

Í kvöld mætast SA og Björninn í þriðja leik úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn.  Staðan í einvíginu er 2 - 0 fyrir stelpunum okkar og í kvöld verður allt lagt í sölurnar því með sigri geta þær tryggt sér titilinn.  SA unnu nokkuð öruggan sigur í fyrsta leik og fóru vel af stað í þeim næsta, en Björninn kom til baka og hleypti spennu í leikinn.  Stelpurnar þurfa að eiga góðan leik í kvöld til þess að klára þetta og þær þurfa á stuðningi áhorfenda.

U-18 leikurinn í kvöld, slóðir.

Til að fylgjast með textalýsingu á leiknum við Írland í kvöld smelltu hér, og til að sjá live útsendingu á netinu smelltu þá hér.

U18 ára liðið á leik gegn Írum í kvöld

U18 ára liðið spilar í dag við Írland í öðrum leik sínum á HM í Mexíkóborg.  Fyrsti leikurinn var gegn Ísrael í fyrradag og hann vannst nokkuð létt eða 12 - 0.  Í lok leiks var Sigurður Reynisson valinn maður leiksins sem er ekki amalegt í sínum fyrsta landsleik.  Tækinni fleygir fram og það er gaman að segja frá því að leikirnir eru aðgengilegir á netinu beint, sem er auðvitað frábrært fyrir hokkíáhugafólk og sérstaklega fjölskyldurnar heima.

Íslandsmótið: 12. umferð

Tólftu umferð Íslandsmótsins, sem frestað var 16. mars, verður leikin í kvöld, miðvikudagskvöldið 23. mars. 

Íslandsmótið: Tólftu umferð frestað

Þrettánda umferð mótsins verður á sínum stað, tólftu frestað um viku.

Íslandsmótið: Aftur jafnt á toppnum

Mammútar í kröppum dansi í framlengdum leik en sigruðu að lokum og náðu Görpum.

Sigur hjá kvennaliðinu í leik nr. 2

Fyrir stundu lauk annarri viðureign SA og Bjarnarins í úrslitakeppni kvenna, en þessi leikur fór fram í Egilshöllinni.  Okkar stelpur hófu leikinn af miklum krafti og allt stefndi í stórsigur liðsins.  Staðan eftir fyrstu lotu var 3 - 0 eftir mörk frá Söruh Smiley, Hrund Thorlacius og Birnu Baldursdóttur.  Leikurinn jafnaðist hins vegar mikið eftir þetta og næsta lota varð markalaus og það var ekki fyrr en liðið var fram yfir miðja þriðju lotu að draga tók til tíðinda.

 

1. í úrslitum, Valkyrjur - Björninn

Myndir úr 1. úrslitaleik kvenna eru hér.