11.05.2014
Lið SA í 4. flokki varð Íslandsmeistari í vetur og fékk sín verðlaun afhent fyrir nokkru. Lið 3. flokks vann til silfurverðlauna - sem mörgum finnst þó að hefðu átt að vera gullverðlaun eftir undarlega lokahelgi Íslandsmótsins í lok apríl.
11.05.2014
Frá formanni Krulludeildar til krullufólks: Kæru félagar! Enn og aftur sýndum við krullufólk hvers við erum megnug með samtakamætti, samstöðu og mikilli vinnu þegar við héldum alþjóðlega krullumótið Ice Cup í ellefta sinn - stærra en nokkru sinni áður og með fleiri erlendum keppendum en innlendum. Einn af erlendu gestunum leggur til að við fáum túristaverðlaun Ferðamálastofu 2014.
09.05.2014
Innan skamms birtast greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldunum í heimabönkum skráðra félagsmanna.
06.05.2014
Boðað er til aðalfundar Lishlaupadeildar Skautafélags Akureyrar mánudagskvöldið 12. maí kl. 19.30 í fundarherbergi Skautahallarinnar. Aðalfundur foreldrafélags deildarinnar verður kl. 19.00.
03.05.2014
Nú eru aðeins tveir leikir eftir í deildakeppninni, en nú þegar er ljóst hvaða lið leika til úrslita um verðlaun í A-deild, B-deild og C-deild.
02.05.2014
Nú liggja fyrir öll úrslit föstudagsins og klárt havða lið fara í hvaða deild á lokadegi og hver spilar við hvern.
01.05.2014
Nú er keppni lokið í dag og öll úrslit, staða og leikir morgundagsins eru komin inn í excel-skjalið hér á vefnum.
01.05.2014
Ellefta Ice Cup krullumótið var sett á opnunarhófi í gærkvöldi, en keppni hefst kl. 9 í dag. Metþátttaka er í mótinu, alls taka 20 lið þátt og hafa aldrei jafnmargir erlendir keppendur verið skráðir til leiks og nú.
29.04.2014
Nú er undirbúningur fyrir Ice Cup í hámarki. Vinna heldur áfram við svellið fram eftir miðvikudegi, en dagskrá, viðburðir og leikjafyrirkomulag er nokkuð klárt.
29.04.2014
Frá 4. til 18. maí verður boðið upp á byrjendaæfingar í íshokkí tvisvar í viku. Verðið er 3.000 krónur og allur búnaður innifalinn.