28.04.2014
Vinna við undirbúning fyrir Ice Cup er nú í fullum gangi, bæði á svelli og utan þess. Vinnufúsar hendur krullufólks eru velkomnar í Skautahöllina annað kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.30. Þá heldur áfram vinna við merkingar og frágang á svelli, sem og standsetningu, þrif og annað í tengslum við sjopp og veitingaaðstöðuna.
27.04.2014
Boðað er til aðalfundar Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar mánudagskvöldið 5. maí kl. 20.00 í fundarherbergi Skautahallarinnar.
23.04.2014
Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar fimmtudagskvöldið 15. maí. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
22.04.2014
Ólafur Hreinsson var í kvöld kjörinn formaður Krulludeildar SA næsta starfsárið í stað Haralds Ingólfssonar sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi setu. Rekstur deildarinnar réttu megin við núllið.
21.04.2014
Vormótið í íshokkí verður spilað í tveimur deildum á þriðjudögum og fimmtudögum í maí. Hér eru upplýsingar um Deild I.
21.04.2014
Í apríl og maí verður spilað Vormót í íshokkí í tveimur deildum. Hér eru upplýsingar um Deild II.
21.04.2014
Miðvikudaginn 23. apríl verður hin árlega Vorsýning listhlaupadeildar. Disneyþema verður að þessu sinni.
21.04.2014
Nú er að komast mynd á keppnisfyrirkomulag, reglur og dagskrá Ice Cup, enda ekki seinna vænna því mótið hefst með hefðbundnu opnunarhófi miðvikudagskvöldið 30. apríl kl. 21. Á aðalfundi Krulludeildar, sem haldinn verður þriðjudagskvöldið 22. apríl verður farið yfir ýmis mál er varða undirbúning og skipulag mótsins og spurningum svarað ef eitthvað þarfnast útskýringar.
18.04.2014
Vegna eftirspurnar frá liðum sem mæta á Ice Cup eftir tvær vikur hefur verið ákveðið að laugardagskvöldið 19. apríl verði boðið upp á krulluæfingu.
17.04.2014
Síðustu hefðbundu æfingar yngri flokka í íshokkí verða laugardaginn 19. apríl. Vormótið hefst núna tíu dögum fyrr en í fyrra þar sem ísinn verður aðeins í boði til 20. maí og bæði alþjóðlegt krullumót og hokkímót á dagskránni.