Aðalfundur foreldrafélags íshokkídeildar haldinn fimmtudag

Aðalfundur foreldrafélags íshokkídeildar verður haldinn fimmtudaginn 15. október kl 20:00 í fundarherberginu á svölum Skautahallarinnar.

SA Víkingar taka á móti SR annað kvöld kl 19.30

SA Víkingar taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur þriðjudaginn 13. október kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Liðin hafa mæst tvívegis á tímabilinu og hefur SA haft betur í bæði skiptin. SA situr í öðru sæti deildarinnar með 10 stig en SR í því fjórða með 4 stig en þeir náðu í sinn fyrsta sigur í deild í síðasta leik.

3.flokkur 1 sigur og 1 tap um helgina

Leikinn var svokallaður "Tvíhöfði" í 2.flokki hér um helgina.

Akureyrarmót 2015

Krulluvertíðin hófst loksins af alvöru sl. mánudag þegar Akureyramótið byrjaði.

Breytingar á æfingatímum 10.okt-18.okt og helgina 7.-8. nóvember

Hér er að finna breytingar sem verða á tímatöflunni hjá listhlaupinu á næstunni. Bæði vegna skipta við Hokkýið og vegna undirbúnings fyrir Bikarmót ÍSS.

Stelpuhokkídagurinn haldinn næstu helgi

Stelpuhokkídagurinn verður haldinn sunnudaginn 11. október milli kl. 13-15 í Skautahöllinni á Akureyri. Frítt fyrir stelpur á öllum aldri að koma og prófa íshokkí! Reyndir leiðbeinendur og landsliðskonur verða á svellinu til að kenna undirstöðuatriðin en hægt er að fá skauta, hjálma og kylfur á staðnum án endurgjalds. Endilega bjóðið systrum ykkar, frænkum og vinkonum að koma á þennan skemmtilega viðburð og prófa íshokkí.

Ásynjur áfram á sigurbraut en 2. Flokkur en án stiga

Ásynjur mættu SR í Laugardalnum um helgina og unnu þægilegan 16-1 sigur. Ásynjur eru með 7 stig eftir þrjá leiki í öðru sæti deildarinnar á eftir Ynjum sem eru með 11 stig eftir fjóra leiki spilaða. 2. flokkur hafði ekki erindi sem erfiðið gegn SR en sá leikur endaði 7-0 fyrir SR.

Málstofa um andlega líðan íþróttamanna

Þriðjudaginn 6. október mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir málstofu um andlega líðan íþróttamanna og fer málstofan fram í Háskólanum á Akureyri og hefst kl.16:30. Samskonar málstofa var haldin í Háskólanum í Reykjavík í september fyrir troðfullum sal með um 200 áheyrendum. Málstofan er haldin í samstarfi ÍSÍ, HR og KSÍ.

Foreldrafundur hjá foreldrum í byrjendahópum

Mánudaginn 5. október kl. 18:15 verður haldinn foreldrafundur fyrir foreldra barna i byrjendahópum. Krakkarnir eru velkomnir með á fundinn.

Breyttir æfingatímar um helgina

Um helgina 3-4.október eru breytingar á æfinatímum hjá listhlaupinu vegna Brynjumótsins í íshokkí. Þetta þýðir að skautastund á laugardögum fellur niður.