Kvennalandsliðið með bingó

Kvennalandslið íslands í íshokkí heldur bingó í sal Lionsklúbbins Hængs, Skipagötu 14, í dag kl. 13.00. Allur ágóði fer í undirbúning fyrir þátttöku í Heimsmeistaramótinu sem liðið tekur þátt í síðustu vikuna í mars.

Víkingar deildarmeistarar!

Víkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn og oddaleiksréttinn í úrslitakeppninni með öruggum sigri á Birninum í dag. Fyrsti leikur í úrslitakeppninni verður á fimmtudagskvöldið kemur.

Akureyringar eru boðaðir í Egilshöllina

Í dag kl. 17.30 mæta Víkingar Birninum í deildarkeppni Íslandsmóts karla í íshokkí. Með sigri eða framlengingu tryggja Víkingar sér deildarmeistaratitilinn. Tapi Víkingar fá þeir tækifæri til að tryggja sér titilinn og oddaleiksréttinn á þriðjudagskvöld þegar lið SR kemur norður.

Sigur á Birninum, sjáumst á sunnudaginn!

Lið SA gerði sér lítið fyrir og sigraði deildarmeistara Bjarnarins í Egilshöllinni í fysta leik úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna í íshokkí í kvöld. Ragnhildur Kjartansdóttir og Sarah Smiley skoruðu mörk SA. Liðin mætast aftur sunnudaginn 9. mars kl. 19.00 í Skautahöllinni á Akureyri.

Upptökur frá leikjum aðgengilegar á ishokki.tv

Reynir Sigurðsson hefur undanfarna mánuði lagt mikla vinnu í upptökur og útsendingar úr Skautahöllinni á Akureyri, stundum við misjafnar undirtektir. Upptökur frá leikjum helgarinnar eru nú komnar á netið.

Íslandsmótið í íshokkí: Fyrsti úrslitaleikur í kvennaflokki

Fimmtudaginn 6. mars fer lið SA suður og mætir deildarmeisturum Bjarnarins í fyrsta leik úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna í íshokkí 2014. Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst kl. 19.30.

Deildarmeistaratitillinn til Bjarnarins

SA og Björninn mættust í lokaleik deildarkeppni Íslandsmótsins í íshokkí kvenna í kvöld. SA þurfti að vinna með átta marka mun til að ná efsta sætinu, en niðurstaðan varð allt önnur.

Víkingar endurheimtu efsta sætið

Víkingar sigruðu Björninn, 6-3, í dag og náðu tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar. Þeir eiga tvo leiki eftir, en Björninn einn.

Tveir mikilvægir hokkíleikir í dag

Víkingar mæta Birninum í karlaflokki kl. 16.30 í dag og SA mætir Birninum í kvennaflokki um kl. 19. Báðir leikirnir skipta gríðarlegu máli upp á framhaldið, titla og oddaleiki í úrslitakeppninni. Vegna leikjanna er styttur almenningstími í dag, opið kl. 13-16.

Tap í lokaleik Jötna

Jötnar töpuðu fyrir Fálkum, 1-3, í lokaleik sínum í deildarkeppni Íslandsmótsins í íshokkí karla í kvöld.